Stefna

Framtíðarsýn Lyfjastofnunar er að vera leiðandi afl í heilsu og velferð samfélagsins.

Stefna Lyfjastofnunar til ársins 2025

Myndræn túlkun á stefnu Lyfjastofnunar

Áherslur

Sterk ásýnd og virk upplýsingamiðlun
Sterkir innviðir
Eftirsóknarverður vinnustaður
Straumlínulöguð starfsemi
Stafræn stofnun
Öflugt innlent og erlent samstarf

Leiðarljós Lyfjastofnunar

Gæði

Lyfjastofnun leggur áherslu á að hjá stofnuninni starfi ávallt vel menntað, hæft og upplýst starfsfólk og sérfræðingar á sviði lyfjamála, við mat á gæðum og öryggi lyfja, við faglegt eftirlit með aðilum í lyfjaframleiðslu, dreifingu og upplýsingamiðlun. Lyfjastofnun býður skapandi vinnuumhverfi og góða starfsaðstöðu og tækifæri til símenntunar og til framþróunar í starfi.

Traust

Áreiðanleiki og öguð vinnubrögð tryggja öryggi og skapa traust hagsmunaaðila. Lyfjastofnun vill skapa traust hagsmunaaðila s.s. með öflugri upplýsingagjöf, samkvæmni og áreiðanleika, virðingu og opnum samskiptum og samvinnu.

Þjónusta

Lyfjastofnun vill veita hagsmunaaðilum bestu faglegu þjónustu sem völ er á hverju sinni, við útgáfu markaðsleyfa lyfja, upplýsingagjöf um lyf og leiðbeiningar um gildandi lög og reglugerðir, svo tryggja megi að góð og öflug lyf séu á markaði. Þetta er gert með góðu aðgengi að upplýsingum og leiðbeiningum hjá Lyfjastofnun, aðgengi að færustu sérfræðingum og vel menntuðu og þjálfuðu starfsfólki í öflugu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld, erlendar systurstofnanir á EES svæðinu og Lyfjastofnun Evrópu.

Síðast uppfært: 8. febrúar 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat