Lyf við COVID-19

Eftirfarandi lyf hafa verið metin eða eru í mati hjá Lyfjastofnun Evrópu sem meðferðarúrræði gegn COVID-19

Fimm lyf hafa verið samþykkt til notkunar gegn COVID-19 en fleiri eru í umsóknarferli og mun því samþykktum meðferðarúrræðum fjölga á næstunni. Upplýsingum um samþykktar lyfjameðferðir verður miðlað á þessari síðu þegar breytingar verða.

Hér á landi eru bæði forvarnir gegn og sjúkdómsmeðferð við COVID-19 á forræði sóttvarnalæknis og smitsjúkdómasérfræðinga Landspítalans, og reynt eftir fremsta megni að samræma aðgerðir fyrir íslenska heilbrigðiskerfið í heild.

Ekki er hægt að upplýsa um nánari tímalínur fyrir lyf sem eru í umsóknarferli eða áfangamati að svo stöddu því tímasetningar ráðast að stærstu leyti af því hvenær markaðsleyfishafar ná að senda inn fullnægjandi gögn svo hægt sé að meta umsóknirnar.

Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat