Störf í boði

Deildarstjóri upplýsingatæknideildar

Lyfjastofnun óskar eftir að ráða öflugan einstakling til að veita forstöðu deild sem sér  um rekstur og uppbyggingu tölvukerfa stofnunarinnar. Leitað er að sveigjanlegum og jákvæðum leiðtoga sem er reiðubúinn að vinna fjölbreytt og krefjandi starf. Starfshlutfall er 100%.

Helstu verkefni og ábyrgð 

 • Dagleg stjórnun upplýsingatæknideildar 
 • Stefnumótun og áætlanagerð upplýsingatæknimála 
 • Verk- og kostnaðareftirlit, samningagerð og samskipti vegna aðkeyptrar þjónustu 
 • Verkefnastjórnun hugbúnaðarverkefna, þarfagreining og hönnun sérhæfðra upplýsingakerfa 
 • Ábyrgð og umsjón með innleiðingu sameiginlegra upplýsingakerfa 
 • Ábyrgð og umsjón með innkaupum á tölvubúnaði 
 • Ábyrgð og umsjón með fræðslu og þjálfun notenda upplýsingakerfa 
 • Erlend samskipti við systurstofnanir

Menntunar- og hæfniskröfur

 •  Háskólapróf á sviði tölvunar- eða verkfræði skilyrði, framhaldsmenntun er mikill kostur 
 • Reynsla af rekstri, stjórnun og samningagerð í upplýsingatækni 
 • Þekking á öryggismálum skilyrði 
 • Reynsla af verkefnastjórnun í hugbúnaðargerð er kostur 
 • Þekking á Microsoft Dynamics 365 er mikill kostur 
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti 
 • Leiðtogahæfni, frumkvæði og faglegur metnaður 
 • Teymisvitund og lipurð í mannlegum samskiptum 
 • Nákvæmni, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð

Umsóknarfrestur er til og með 4. janúar 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Upplýsingar veita: Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) og Hafdís Ósk Pétursdóttir ([email protected]) í síma 511 1225

Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?