Störf í boði

Lyfjastofnun auglýsir á þessari síðu þau störf sem í boði eru hjá stofnuninni hverju sinni, með greinargóðum upplýsinum um menntunarkröfur, hæfni og umsóknarfrest

Sérfræðingur: kerfis- og notendaþjónusta

Lyfjastofnun auglýsir laust starf sérfræðings í upplýsingatæknideild. Leitað er að öflugum einstaklingi sem reiðubúinn er að vinna fjölbreytt og krefjandi starf í litlu teymi kerfis- og notendaþjónustu. Um fullt starf er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Umsjón með þjónustuborði í beiðnakerfi upplýsingatæknideildar
 • Þjónustar notendur í tengslum við tæknibúnað, aðgang að kerfum og önnur tæknileg mál
 • Fræðsla og þjálfun varðandi upplýsingatæknimál
 • Uppsetning og eftirlit með tæknibúnaði og kerfum ásamt úrlausn vandamála
 • Umsjón með leyfismálum og aðgangi notenda í Active Directory (AD), Office 365 og öðrum kerfum
 • Umsjón með rekstri upplýsingatæknikerfa stofnunarinnar

Menntunar og hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði kerfisstjórnunar
 • Starfsreynsla sem nýtist í starfi
 • Góð almenn tölvukunnátta og tæknifærni
 • Góð þekking á Office 365 umhverfinu og Active Directory
 • Góð þekking á öllum helsta notendabúnaði
 • Gott vald á íslensku auk ensku í ræðu og riti
 • Lipurð í mannlegum samskiptum, þjónustulund, jákvæðni, sveigjanleiki, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð

Umsóknarfrestur er til og með 5. ágúst 2021.

Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests. Lyfjastofnun hefur hlotið jafnlaunavottun. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og hlutaðeigandi stéttarfélags. 

Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) og Hafdís Ósk Pétursdóttir ([email protected]) í síma 511 1225.

Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?