RoActemra (tocilizúmab)

RoActemra 20 mg/ml innrennslisþykkni lausn fékk þann 6. desember 2021 nýja ábendingu, sem meðferð við alvarlegum COVID-19 sjúkdómi. Ábendingin snýr að fullorðnum sjúklingum sem liggja á sjúkrahúsi, þurfa súrefnisgjöf eða eru í öndunarvél og fá sterameðferð.

RoActemra er þegar á markaði á Íslandi og annars staðar í Evrópu, og hefur nýst við meðhöndlun gigtar- og annarra bólgusjúkdóma. Því var talið líklegt að það gagnaðist við að hemja bólgur sem jafnan fylgja alvarlegum COVID-19 sjúkdómi. Virkni lyfsins byggir á því að stöðva framgang interleukin-6, frumuboðefnis sem ónæmiskerfi líkamans framleiðir í bólgusvari.

Lyfið  inniheldur tocilizúmab sem er einstofna IgG1 mótefni gegn manna interleukin-6 (IL-6) viðtaka.

Lyfið er gefið með stöku innrennsli í bláæð á 60 mínútum og er ráðlagður skammtur 8 mg/kg fyrir sjúklinga sem fá altæka meðferð með barksterum og þurfa á súrefnisgjöf eða öndunarvél að halda. Einungis heilbrigðisstarfsfólk með reynslu í greiningu og meðferð á COVID-19 á að hefja meðferðina.

Upplýsingar um lyfið í sérlyfjaskrá

Síðast uppfært: 23. nóvember 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat