Lágmarksþjónusta veitt dagana 24. júlí – 4. ágúst vegna sumarleyfa

Opið verður á hefðbundnum tíma og áríðandi verkefnum sinnt þrátt fyrir lágmarksþjónustu að öðru leyti

Athygli er vakin á því að lágmarksþjónusta verður veitt dagana 24. júlí – 4. ágúst 2023 vegna sumarleyfa starfsfólks, eins og áður hefur verið auglýst.

Opið verður á hefðbundnum tíma og öllum erindum verður svarað eins fljótt og auðið er, en tafir gætu orðið á tímabilinu sem um ræðir. Áríðandi verkefnum verður sinnt þessa daga þrátt fyrir lágmarksþjónustu að öðru leyti.

Eftirfarandi takmarkanir verða á þjónustu Lyfjastofnunar í sumar:

RMS beiðnir sem berast Lyfjastofnun á tímabilinu 20. júlí – 7.ágúst 2023, verða unnar eins og þær hefðu borist þann 8. ágúst 2023. Beiðnum er alla jafna svarað innan eins mánaðar, þó geta svör tafist yfir sumartímann.

Umsóknir um undanþágur frá íslenskum áletrunum sem berast Lyfjastofnun á tímabilinu 20. júlí – 7.ágúst 2023, vinnast eins og þær hefðu borist 8. ágúst 2023. Áríðandi umsóknum er sinnt eins fljótt og auðið er.

Fræðsluefni sem berst Lyfjastofnun til yfirferðar á tímabilinu 20. júlí – 7.ágúst 2023, verður unnið eins og það hefði borist 8. ágúst 2023.

Beiðnir um núll daga ferla sem berast Lyfjastofnun á tímabilinu 20. júlí – 7.ágúst 2023, vinnast eins og þær hefðu borist þann 8. ágúst 2023.

Ekki verður tekið við umsóknum um leyfi til klínískra rannsókna og virknirannsókna á lækningatækjum og breytinga á rannsóknaráætlun, frá mánudeginum 11. júlí til föstudagsins 12. ágúst. Berist umsóknir á þessu tímabili verður móttaka þeirra ekki staðfest fyrr en eftir 15. ágúst. Umsækjendur eru hvattir til að miða áætlanir sínar við þessar dagsetningar.

Ekki verður tekið við umsóknum um CPP vottorð frá mánudeginum 17. júlí til og með föstudagsins 8. ágúst. Síðasti dagur sem tekið verður á móti umsóknum um CPP vottorð fyrir sumarleyfi er 14. júlí.

Umsóknir um inn- og útflutningsleyfi ávana- og fíkniefna og eftirlitsskyldra efna á tímabilinu 20. júlí – 7.ágúst, vinnast eins og þær hefðu borist 8. ágúst 2023. Áríðandi umsóknum er sinnt eins fljótt og auðið er.

Umsóknir lyfjafræðinema um leyfi til að gegna afmörkuðum störfum lyfjafræðings sem berast 20. júlí 2022 eða síðar, vinnast eins og þær hefðu borist 8. ágúst 2023. Áríðandi umsóknum er sinnt eins fljótt og auðið er.

Síðast uppfært: 1. júní 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat