Upplýsingar fyrir umboðsaðila/heildsala

Mikilvægar upplýsingar fyrir þá sem ætla að flytja inn ný undanþágulyf

Ný undanþágulyf eru birt í lyfjaverðskrá tvisvar í mánuði, þann 1. og 15. hvers mánaðar.

Mikilvægt er að innflytjendur nýrra undanþágulyfja sæki um verð og birtingu í verðskrá um leið og slík ákvörðun liggur fyrir. Verðumsókn undanþágulyfs þarf að berast Lyfjastofnun í síðasta lagi fjórum virkum dögum fyrir gildistöku lyfjaverðskrár. Sjá nánar í verklagi um birtingu í verðskrá.

Ef um lyfjaskort er að ræða er lagt kapp á að afgreiða verðumsókn hratt.

Í neyðartilvikum, ef brýn þörf er á að nota undanþágulyf sem er tilbúið til afgreiðslu í vöruhúsi á Íslandi en ekki komið í lyfjaverðskrá, geta læknar á heilbrigðisstofnununum og stofum sem hafa heimild til lyfjakaupa nýtt sér möguleika í gegnum mínar síður.

Síðast uppfært: 6. mars 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat