DC-ferlar með Ísland sem umsjónarland (RMS)
Lyfjastofnun tekur að sér að vera umsjónarland (Reference Member State) í svokölluðum DC-ferlum. Áhugasamir eru hvattir til að senda inn umsókn.
Hægt er að sækja um pláss frá og með þriðja ársfjórðungi 2025. Losni pláss fyrr verður upplýsingum um það miðlað hér á síðunni.
Einnig þarf að sækja um pláss fyrir umsókn um landsmarkaðsleyfi.
Vinsamlegast fyllið út eyðublaðið og sendið með tölvupósti til [email protected].
Almennt áskilur Lyfjastofnun sér rétt til að svara umsækjendum innan fjögurra vikna frá móttöku beiðna. Vegna sumarleyfa starfsfólks og vinnuálags verður þeim umsóknum sem berast eftir miðjan júlí ekki svarað fyrr en í lok september.