Útreikningar á hreinu efni

Í sérlyfjaskrá er hægt að nálgast nákvæmt innihald annað hvort salts eða hreins efnis í lyfjum. Upplýsingarnar er að finna í öðrum lið í samantekt á eiginleikum lyfsins (SPC).

Svona er hreint efni reiknað út

Uppgefið hreint efni

Ef gefið er upp magn hreins efnis þá þarf að uppreikna það í það magn sem óskað er eftir að flytja inn:

Dæmi

Flytja á inn tbl. Subutex 8 mg, 7 stk, 100 pakka.

Í sérlyfjaskrá kemur fram að hver tafla inniheldur 8 mg af buprenorfini.

8 mg/töflur 7 töflur/pakkningu100 pakkningar =5600 mg / 1000 mg/g = 5,6 g af hreinu buprenorfini.

Uppgefið salt

Ef gefið er upp magn á salti þá þarf að fá upplýsingar um reiknistuðul á heimasíðu INCB (International Narcotics Control Board), incb.org. Upplýsingarnar um reiknistuðlana eru á þremur listum á heimasíðu INCB. INCB flokkar ávana- og fíkniefni í tvo flokka og eftirlitsskyld efni í einn flokk. Á gula listanum (yellow list) eru upplýsingar um narcotics, á græna listanum (green list) eru upplýsingar um psycotropics, á rauða listanum (red list) eru upplýsingar um eftirlitsskyld efni (precursors).

Á listunum er að finna upplýsingar um reiknistuðla sem notast er við til að finna út magn hreins efnis. Í gula listanum eru reiknistuðlarnir í 4. hluta listans en í græna listanum og rauða listanum eru þeir í 3. hluta listanna.

Dæmi

Flytja á inn Contalgin 20 mg, 28 stk, 100 pakka

Í sérlyfjaskrá kemur fram að hver tafla inniheldur morfín súlfat. Í 4. hluta gula listans kemur fram að reiknistuðullinn fyrir morfín súlfat er 75, en það þýðir að 75% af morfín súlfati er hreint efni.

20 mg/töflur 0,7528 töflur/pakkningu*100 pakkningar = 42000 mg /1000 mg/g = 42 g af hreinu morfíni.

Síðast uppfært: 10. júlí 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat