Hvað telst vera lyfjaskortur

Samkvæmt lyfjalögum og reglugerð um markaðsleyfi sérlyfja, merkingar þeirra og fylgiseðla er markaðsleyfishöfum skylt að tilkynna lyfjaskort til Lyfjastofnunar.

Því skiptir miklu að skilgreining hugtaksins sé skýr, og samræmd á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Ef svo er ekki, er hætt við að greining á stöðu mála og samræmdar aðgerðir verði ekki nógu skilvirkar, og samanburður milli landa ekki marktækur.

Leiðarvísir um lyfjaskort

Samstarfshópur forstjóra lyfjastofnana EES ríkjanna (HMA) hefur sett saman leiðarvísi. Honum er ætlað að auðvelda greiningu á fyrirsjáanlegum lyfjaskorti, skrásetningu, og miðlun upplýsinga til yfirvalda í hverju landi. Þar kemur fram hver er sameiginlegur skilningur Lyfjastofnunar Evrópu (EMA), HMA og markaðsleyfishafa á því hvernig skilgreina skal lyfjaskort:

Um lyfjaskort er að ræða þegar framboð af einstakri pakkningu (vnr.) lyfs með markaðsleyfi annar ekki eftirspurn eða þörf lyfjanotenda í því landi þar sem það er skráð

Biðlistar lyfja

Biðlistar lyfja hafa lengi verið við lýði á Íslandi, en það að lyf sé á bið þýðir ekki endilega að um lyfjaskort sé að ræða. Svo er t.d. ekki ef lyfið er fáanlegt í flestum lyfjabúðum landsins og áætlaður biðtími er stuttur.

Það er því markaðsleyfishafa að meta, út frá söluveltu lyfsins og lengd áætlaðs biðtíma, hvort um fyrirséðan skort sé að ræða. Að öllu jöfnu er betra að hafa varann á og tilkynna frekar en ekki ef vafi leikur á hvort lyfið muni skorta í lyfjabúðum.

Síðast uppfært: 5. júlí 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat