Textavinnsla

Á þessari síðu hafa verið teknar saman ýmsar upplýsingar um kröfur sem tengjast frágangi lyfjatexta, þ. á m. upplýsingar um staðlaða uppsetningu, íslenskar þýðingar á stöðluðum setningum, íslenskar og evrópskar reglur um framsetningu texta, orðalista o.fl. Við textavinnslu fyrir öll lyf á að fylgja staðalformum og reglum sem gefin hafa verið út af Lyfjastofnun Evrópu hvort sem lyfin eru miðlægt skráð eða ekki.

Upplýsingar um hjálparefni og íslensk þýðing

Upplýsingar um hjálparefni og íslenska þýðingu er að finna á vef Lyfjastofnunar Evrópu.

Staðalform og staðlaðir textar

Á vef Lyfjastofnunar Evrópu er íslensk þýðing á staðalformum fyrir lyfjaupplýsingar. Einnig staðalform með útskýringum og leiðbeiningum en það er eingöngu á ensku.

Á síðunni eru líka ýmis skjöl með íslenskum þýðingum á stöðluðum textum.

Mannalyf

Dýralyf

Staðalheiti (standard terms)

Staðalheiti lyfjaforma, umbúða og íkomuleiða og þýðingar þeirra eru birtar hjá EDQM (European Directorate for the Quality of Medicines & Healthcare).

Til þess að skoða listana þarf að skrá sig á síðuna („register“-hlekkur á síðunni) og síðan að velja „Standard Terms Online“ undir „Free access“. Allar leiðbeiningar eru á síðunni. Eftir fyrstu skráningu er grunnurinn alltaf aðgengilegur þegar gefið er upp netfang og leyniorð.

Frágangur texta

Lyfjastofnun Evrópu gefur út leiðbeiningar vegna frágangs á texta.

Hafið eftirfarandi í huga við frágang texta:

  • Sérlyfjaheiti: Ekki skal fallbeygja heiti sérlyfja
  • Þýðingar: Sé innsend tillaga að texta ekki boðleg að mati Lyfjastofnunar verður hún endursend. Lyfjastofnun fer yfir texta með tilliti til þess að þeir séu efnislega réttir og gerir athugasemdir við þýðingarvillur eða annað sem valdið getur misskilningi. Lyfjastofnun lagar almennt ekki prentvillur og gerir almennt ekki aðrar breytingar á textum en efnislegar.

Orðalistar

Íðorðaskrá Lyfjastofnunar er í orðabanka íslenskrar málstöðvar undir heitinu „Lyfjafræði - Lyfjastofnun“.

Sjá einnig: Kröfur um áletranir umbúða

Síðast uppfært: 25. janúar 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat