Lyfjastofnun
Lyfjastofnun
Hlutverk Lyfjastofnunar er að tryggja öryggi landsmanna með greiðu aðgengi að lyfjum og lækningatækjum, faglegri þjónustu og hlutlausri upplýsingagjöf byggðri á nýjustu þekkingu
Lyfjastofnun hefur hlotið jafnlaunavottun
Lyfjastofnun hefur innleitt jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85, og þar með hlotið jafnlaunavottun. Þá hefur Jafnréttisstofa heimilað Lyfjastofnun að birta jafnlaunamerkið á vef sínum og má sjá það í fæti vefsins.
Jafnlaunamerkið er skráð vörumerki, og er því ætlað að vera gæðastimpill og hluti af ímynd og orðspori fyrirtækja og stofnana. Merkið staðfestir að komið hafi verið upp ferli sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun.
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017 með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Jafnframt var sett reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana.
Lyfjastofnun heyrir undir heilbrigðisráðuneytið og varð til með sameiningu Lyfjanefndar ríkisins og Lyfjaeftirlits ríkisins á árinu 2000. Tók hin sameinaða stofnun formlega til starfa 1. nóvember árið 2000.
Laus störf hjá Lyfjastofnun
Þegar Lyfjastofnun auglýsir laus störf til umsóknar eru þau birt á vef stofnunarinnar.
Siðareglur Lyfjastofnunar
Markmið siðaregla er að tryggja að starfsmenn Lyfjastofnunar sýni rétta breytni í störfum sínum fyrir Lyfjastofnun innan og utan stofnunar.
Lyfjastofnun er hlekkur í keðju lyfjastofnana á Evrópska efnahagssvæðinu. Umfangsmikið samstarf er milli þessara stofnana og Lyfjastofnunar Evrópu í Amsterdam.