Svona er best að geyma lyf í sumarhitanum

Þola lyf nokkrar klukkustundir í heitum bíl? Já, jafnvel lyf sem geyma á við 25-30 gráður þola hærra hitastig í stuttan tíma, án þess að það komi niður á gæðum eða öryggi lyfsins. Þetta á til dæmis við þegar lyf eru geymd í skamma stund í heitum bíl. Flest lyf í töfluformi þola nokkra heita sumardaga.

Í fylgiseðli lyfsins er fjallað um við hvaða skilyrði á að geyma lyfið til þess að tryggja öryggi og verkun þess. Það getur verið mikill munur á geymsluskilyrðum og geymsluþoli eftir eðli lyfja og þess vegna er öruggast að fylgja alltaf leiðbeiningum lyfsins. Í fylgiseðlinum er að finna nákvæmar upplýsingar um hvort lyfið þoli hita.

Lyf sem undir venjulegum kringumstæðum á að geyma við stofuhita þarf ekki að geyma í kæli. Það getur jafnvel verið að ekki megi geyma ákveðin lyf í kæli ef að lyfið þolir illa raka.

Sum fljótandi lyf og krem geta verið viðkvæm fyrir bæði hita og kulda.

Flest lyf á að geyma:

  • Þar sem börn hvorki ná til né sjá
  • Á þurrum og svölum stað
  • Í upprunalegri pakkningu lyfsins
  • Gjarnan í læstum lyfjaskáp
Síðast uppfært: 16. júní 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat