CHMP – apríl 2024

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir menn (CHMP) hélt fund dagana 22.-25. apríl sl. Meðal lyfja sem hlutu samþykki nefndarinnar voru lyf við ákveðinni tegund dreyrasýki, og annað við þrálátum háþrýstingi.

Á fundi sérfræðinganefndarinnar var samþykkt að mæla með að átta lyf fengju markaðsleyfi. Þar á meðal þau sem hér eru nefnd.

  • Lyfið Altuvoct (efanesoctocog alfa) hlaut jákvæða umsögn CHMP. Það er ætlað sem meðferð við og forvörn gegn ákveðinni tegund dreyrasýki, haemophilia A.
  • Jeraygo (aprocitentan) er lyf við þrálátum og illlæknanlegum háþrýstingi. Sérfræðinganefndin mælti með að lyfið fengi markaðsleyfi.
  • Tofidence (tocilizumab) er líftæknilyfshliðstæða sem er m.a. ætlað til meðferðar við gigt og COVID-19. Tofidence hlaut meðmæli CHMP.
Síðast uppfært: 30. maí 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat