Ársskýrsla Lyfjastofnunar Evrópu er komin út

Árið einkenndist af verkefnum tengdum COVID-19

Ársskýrsla Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) veitir greinargott yfirlit yfir starfsemi stofnunarinnar, sem felst í að verja heilsu mannfólks og dýra, og stuðla að bættri lýðheilsu. Að auki varpar ársskýrslan ljósi á mikilvægi stofnunarinnar þegar kemur að því að takast á við áskoranir eins og COVID-19 heimsfaraldurinn.

Christa Wirthumer-Hoche, formaður framkvæmdastjórnar EMA, lítur yfir farinn veg í formála skýrslunnar, og segist sérstaklega stolt af samvinnu og samhæfingu EMA, lyfjastofnana aðildarríkjanna og Framkvæmdastjórnar ESB á tímum heimsfaraldurs. Samhæfingu sem hafi gengið betur á válegum tímum en nokkru sinni. Þessi reynsla muni nýtast til framtíðarstefnumótunar um viðbrögð við heilsuvá.

Síðast uppfært: 27. júlí 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat