Ávísun Strattera og samheitalyfja ekki lengur bundin við sérfræðinga

Í tengslum við endurskoðun á afgreiðslumerkingum lyfja hefur Lyfjastofnun fellt niður sk. Z-merkingu lyfsins Strattera og samheitalyfja þess (Atomoxetin Actavis, Atomoxetin Medical Valley og Atomoxetin Sandoz). Ávísun lyfsins var áður eingöngu heimil læknum í ákveðnum sérfræðigreinum en er nú heimil öllum læknum. Breytingin tók gildi 1. október.

Síðast uppfært: 2. október 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat