Markaðsleyfishafi lyfsins Caprelsa vill koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun:
- Á Íslandi er gert ráð fyrir tímabundnum skorti á Caprelsa 100 mg töflum frá 15. ágúst 2022; nú þegar er skortur á 300 mg töflum.
- Ekki er búist við að lyfið verði aftur fáanlegt fyrr en í fyrsta lagi á síðasta ársfjórðungi 2022, samkvæmt núverandi spám.
- Skorturinn stafar af óvæntri breytingu tengdri birgja virka innihaldsefnisins, auk þess sem eftirspurn eftir Caprelsa hefur aukist um allan heim.
- Sjúklingum er engin hætta búin í tengslum við lotur af Caprelsa sem þegar eru á markaði og nota má þær áfram.
- Heilbrigðisstarfsmenn hvattir til að íhuga aðrar viðeigandi meðferðir meðan á skortinum stendur.
- Meðan á skorti stendur á ekki að nota Caprelsa 100 mg filmuhúðaðar töflur handa sjúklingum sem nota Caprelsa 300 mg á dag. Caprelsa 100 mg filmuhúðaðar töflur eru sérstaklega ætlaðar börnum, sjúklingum með nýrnabilun eða lengingu QT-bils. Þar sem ekki er hægt að brjóta Caprelsa 300 mg filmuhúðaðar töflur skal spara Caprelsa 100 mg filmuhúðaðar töflur eins og unnt er og nota handa þessum sjúklingum.
- Ef skortur er á 300 mg filmuhúðuðum töflum skal hafa samband við fulltrúa Sanofi á Íslandi til að athuga hvort hægt sé að fá 300 mg filmuhúðaðar töflur sendar frá öðru landi. Einnig gæti verið möguleiki á að flytja inn 100 mg filmuhúðaðar töflur í sérstökum tilvikum.
Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um lyfið Caprelsa sérlyfjaskrá.