Breytt stjórnsýsluframkvæmd: Leyfi lyfjafræðinga til að gegna störfum staðgengils lyfsöluleyfishafa tímabundið í fjarveru lyfsöluleyfishafa

Tveggja ára starfsreynsla krafa frá 1. september 2021

Lyfjastofnun tilkynnir hér með um breytta stjórnsýsluframkvæmd í tengslum við leyfi lyfjafræðinga til að gegna störfum staðgengils lyfsöluleyfishafa tímabundið í fjarveru lyfsöluleyfishafa.

Tveggja ára starfsreynsla krafa frá 1. september 2021

Frá og með 1. september 2021 mun stofnunin gera kröfu um að staðgenglar lyfsöluleyfishafa sem ráðnir eru inn tímabundið búi yfir að minnsta kosti tveggja ára starfsreynslu sem lyfjafræðingar. Hingað til hafa verið veittar heimildir fyrir því að lyfjafræðingar sem búa yfir skemmri starfsreynslu starfi sem staðgenglar lyfsöluleyfishafa. Þær ástæður sem liggja að baki breytingunni má m.a. rekja til tilkomu nýrra lyfjalaga nr. 100/2020.

Horfið verður frá þeirri framkvæmd sem hefur mótast í gildistíð eldri laga. Núgildandi lyfjalög gera kröfu um að aðeins sé heimilt að veita þeim lyfsöluleyfi sem hafa starfað sem lyfjafræðingar í minnst tvö ár líkt og kemur fram í b-lið 1. mgr. 32. gr. lyfjalaga. Undantekningu frá þeirri reglu er síðan að finna í 2. mgr. 34. gr. laganna þar sem kveðið er á um að heimilt sé að veita þeim lyfsöluleyfi sem búa yfir að lágmarki 12 mánaða starfsreynslu ef sýnt þykir að engin lyfjabúð verði annars starfrækt í tilteknu sveitarfélagi eða í tilteknum þéttbýliskjarna innan sveitarfélags.

Að öðru leyti vísast til leiðbeininga Lyfjastofnunar frá 2. júní sl. um ráðningu staðgengla lyfsöluleyfishafa. Þar er að finna nánari upplýsingar um þær vinnureglur sem Lyfjastofnun viðhefur við umsóknir um slíkar ráðningar.

Síðast uppfært: 11. júní 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat