CHMP – júní 2024

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir menn (CHMP) hélt fund dagana 24.-27. júní 2024. Meðal lyfja sem hlutu jákvæða umsögn voru lyf við bráðaofnæmi á formi nefúða, og lyf sem gerir kleyft að skoða heila sjúklings í jáeindaskanna þegar grunur er um Alzheimersjúkdóminn

Alls mælti sérfræðinganefndin með að tíu ný lyf fengju markaðsleyfi. Þar á meðal þau sem hér eru nefnd.

  • Eurneffy (epinephrine) er fyrsta lyfið við bráðaofnæmi á formi nefúða. Bráðaofnæmi er nánast alltaf án fyrirvara og getur verið banvænt.
  • mResvia (Respiratory Syncytial Virus (RSV) mRNA vaccine) er bóluefni gegn RS-vírusnum fyrir 60 ára og eldri. Vírusinn veldur yfirleitt vægum sjúkdómi líkum kvefi, en getur lagst þungt á eldra fólk. Þetta er fyrsta mRNA bóluefnið gegn öðrum sjúkdómi en COVID-19
  • Tauvid (flortaucipir (18F)) verkar þannig að hið geislavirka flortaucipir binst við útfellingar tau-próteins og og gerir þar með skimun í jáeindaskanna mögulega
Síðast uppfært: 11. júlí 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat