Ný lyf
Sérfræðinganefndin mælti með að lyfið Brinsupri (brensocatib) fengi markaðsleyfi. Lyfið er ætlað sem meðferð við berkjuvíkkun með bandvefsmyndun (non-cystic fibrosis bronchiectasis), en það er alvarlegur, langvinnur og ágengur lungnasjúkdómur sem veldur skertum loftskiptum. Brinsupri er fyrsta lyfið sem metið er svo að það geti gagnast við sjúkdómnum, og fékk það flýtimeðferð í meðförum EMA samkvæmt svokallaðri PRIME áætlun, en hún miðar að því flýta umfjöllun um lyf í tilvikum sjúkdóma þar sem fá úrræði standa til boða.
Wayrilz (rilzabrutinib) hlaut einnig jákvæða umsögn CHMP en það er lyf við ónæmistengdri blóðflagnafæð (immune thrombocytopenia) hjá fullorðnum, hugsað til notkunar þegar önnur lyf hafa ekki gagnast. Ónæmistengd blóðflagnafæð er langvinnt ástand sem orsakast af því að ónæmiskerfi viðkomandi einstaklings eyðir heilbrigðum blóðflögum; blóðflögur eru nauðsynlegar við storknun blóðs, og því blóðgast fólk með sjúkdóminn auðveldlega sé ekkert að gert.
Viðbótarábendingar
Samþykktar voru viðbótarábendingar fyrir átta lyf, Breyanzi, Cejemly, Gazyvaro, Libtayo, Paxlovid, Pyrukynd, Tremfya og Scemblix.
Endurmat vegna öryggisupplýsinga
Lyfið Oxbryta var tekið til endurmats eftir að CHMP hafði tímabundið afturkallað markaðsleyfi þess í september 2024. Það var gert eftir að fram komu öryggisupplýsingar sem gáfu tilefni til frekari rannsókna. Lyfið er til meðferðar sigðkornasjúkdómi, en það er arfgengur sjúkdómur sem lýsir sér í afbrigðilegri lögun og auknu niðurbroti rauðra blóðkorna. Að loknu endurmati var niðurstaðan sú að markaðsleyfi Oxbryta yrði ekki endurnýjað að svo stöddu.