COVID-19: Aukin framleiðslugeta og hraðari afhending bóluefna í Evrópu

Þetta á við um öll þrjú bóluefnin sem notkun er hafin á hérlendis

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) á í stöðugum samræðum við markaðsleyfishafa bóluefna gegn COVID-19 með aukna framleiðslugetu fyrir Evrópu að leiðarljósi. Stofnunin birti rétt í þessu frétt þess efnis að tilteknar aðgerðir og ákvarðanir stuðli að aukinni framleiðslugetu og hraðari afhendingu bóluefna í Evrópu.

Nýr framleiðslustaður bóluefnis AstraZeneca

Nýr framleiðslustaður hefur verið samþykktur fyrir bóluefnið í Leiden í Hollandi.  Þar verður virka efni bóluefnisins framleitt.

Nýr framleiðslustaður bóluefnis BioNTech/Pfizer ásamt sveigjanlegri geymsluskilyrðum þess í flutningi

Nýr framleiðslustaður hefur verið samþykktur fyrir bóluefnið í Marburg í Þýskalandi. Þar verður bæði virka efni bóluefnisins framleitt, sem og fullbúið bóluefni. Jafnframt hafa ný geymsluskilyrði verið samþykkt sem gera flutning bóluefnisins og dreifingu auðveldari.

Nýr framleiðslustaður bóluefnis Moderna ásamt breytingum í framleiðsluferli til að auka framleiðslugetu

Nýr framleiðslustaður hefur verið samþykktur fyrir bóluefnið í Visp í Sviss. Þar verður bæði virka efni bóluefnisins framleitt sem og fullbúið bóluefni. Jafnframt hafa breytingar á framleiðsluferli verið samþykktar sem munu stuðla að aukinni framleiðslugetu.

Nánar í frétt EMA

Síðast uppfært: 26. mars 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat