COVID-19: Mælt með skilyrtu markaðsleyfi fyrir lyfið Veklury (remdesivir)

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir menn (CHMP) mælir með að lyfið Veklury (remdesivir) hljóti skilyrt markaðsleyfi. Mælir nefndin með því að lyfið verði samþykkt til meðferðar COVID-19 hjá einstaklingum 12 ára og eldri sem jafnframt eru með lungnabólgu og þarfnast súrefnisgjafar. Veklury er þar með fyrsta lyfið í Evrópu sem mælt er með að verði samþykkt við COVID-19. Gögn um lyfið voru metin í sérstakri flýtimeðferð.

Meginniðurstöður rannsóknar (NIAID-ACTT-1) sem liggur til grundvallar samþykkinu eru, að sjúklingum sem hlutu meðferð með remdesivir batnaði á u.þ.b. 11 dögum, samanborið við 15 daga hjá þeim sem fengu lyfleysu. Þessi árangur var þó ekki merkjanlegur hjá sjúklingum með mildan og miðlungi alvarlegan sjúkdóm. Jafnframt sást enginn ávinningur af notkun lyfsins hjá sjúklingum sem komnir voru í öndunarvél.

Til að leggja enn betur mat á virkni og öryggi remdesivirs fær EMA frekari gögn frá markaðsleyfishafa lyfsins síðar á árinu.

Nánar í frétt EMA um málið.

Síðast uppfært: 30. nóvember 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat