COVID-19 sjúklingar geta fengið afhentar 10 töflur af Parkódín 500 mg/10 mg í apóteki án lyfjaávísunar

Þessi undanþáguráðstöfun gildir einungis 16. mars - 18. apríl 2022. Framvísa þarf vottorði úr Heilsuveru um staðfest smit.

Vegna mikilla COVID-19 veikinda í þjóðfélaginu og álags á heilbrigðiskerfið hefur Lyfjastofnun, í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, útfært tímabundna undanþágu um afgreiðslu 10 taflna af Parkódín 500 mg/10 mg til COVID-19 sjúklinga án lyfjaávísunar.

Til að hægt sé að fá slíka pakkningu afhenta þarf viðkomandi að framvísa vottorði úr Heilsuveru um staðfest COVID-19 smit. Vottorðið má ekki vera eldra en mánaðargamalt.

Sæki annar aðili en sjúklingurinn sjálfur þarf viðkomandi að:

a) hafa gilt umboð til að sækja lyf fyrir viðkomandi, sem veitt er á Heilsuveru,
b) hafa meðferðis vottorð þess aðila, sem sótt er fyrir, úr Heilsuveru um staðfest COVID-19 smit. Vottorðið má ekki vera eldra en mánaðargamalt.

Til væntanlegra notenda

Lyfjanotendur fara eftir nánari fyrirmælum lyfjafræðings í apóteki varðandi notkun lyfsins. Fyrirmælin eru jafnframt skráð á pakkningu lyfsins. Nánari upplýsingar um lyfið má finna í fylgiseðli lyfins í Sérlyfjaskrá. Mikilvægt er að lesa allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

Til apóteka

Lyfjastofnun hefur sent nánari leiðbeiningar um útfærslu beint til apóteka.

Síðast uppfært: 15. mars 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat