Fyrirspurnum frá almenningi svarað innan tveggja vikna

Fyrirspurnir frá fjölmiðlum eru í forgangi

Að gefnu tilefni vill Lyfjastofnun taka fram að fyrirspurnum frá almenningi er alla jafna svarað innan 14 daga frá móttöku þeirra, og er þeim svarað í þeirri röð sem þau berast.  

Fyrirspurnir frá fjölmiðlum, sem svo eru skilgreindir skv. lista fjölmiðlanefndar, eru afgreiddar með öðrum hætti, en leitast er við að svara þeim erindum samdægurs. Fjölmiðlar gegna enda mikilvægu hlutverki í að koma upplýsingum til almennings, þ.á.m. um það sem snertir starfsemi Lyfjastofnunar. 

Lyfjastofnun fagnar því að hafa átt í góðu samstarfi við fjölmiðla síðastliðna mánuði, en þeir hafa sinnt umfjöllun um málefni tengd bóluefnum gegn COVID-19 af vandvirkni og fagmennsku, með hagsmuni almennings að leiðarljósi. 

Síðast uppfært: 21. maí 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat