Almenningur getur tilkynnt lyfjaskort

Opnuð hefur verið gátt á vef Lyfjastofnunar þar sem tilkynna má stofnuninni um lyfjaskort. Hnappur á forsíðunni vísar á gáttina en hún er fyrst og fremst ætluð almenningi, Markaðsleyfishafar og umboðsmenn eiga að nota sérstakt tilkynningaeyðublað til að láta vita af  fyrirsjáanlegum lyfjaskorti.
Tilkynna-lyfjaskortÞegar smellt er á hnappinn opnast viðmót þar sem hægt er að skrá heiti lyfs, ásamt því að merkja við þann mánaðardag þegar vart varð við skortinn.

Upplýsingar um lyfjaskort, bæði frá almenningi og markaðsleyfishöfum, veita Lyfjastofnun betri yfirsýn yfir hvar skórinn kreppir. Með því móti vonast stofnunin til að geta gripið til viðeigandi ráðstafana þegar þess gerist þörf. 

Síðast uppfært: 24. nóvember 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat