Hvatning til fyrirtækja að skrá mikið notuð undanþágulyf

Lyfjastofnun birtir hér yfirlit yfir þau óskráðu lyf sem oftast var ávísað á undanþágu til einstaklinga í apríl sl. Yfirlitið nær einungis til samþykktra ávísana.

Markmiðið með upplýsingunum er að hvetja lyfjafyrirtæki til að sækja um markaðsleyfi og markaðssetja lyf sem eru á listanum, eða sambærileg lyf. Fyrirtæki gætu séð sér hag í að skrá umrædd lyf, því undanþágulyfjaávísanir eru að jafnaði ekki samþykktar hjá Lyfjastofnun þegar á markaði er áþekkt skráð lyf. Það er hagur allra að hafa skráð lyf á markaði enda er undirstöðuatriði lyfjalaga að lyf hafi markaðsleyfi með tilheyrandi ábyrgð á lyfinu hér á landi. Undanþága frá því er veitt þegar ekkert annað er í boði. Skráð lyf hafa í för með sér öruggara framboð heldur en undanþágulyf og aðgengi að nýjustu upplýsingum á íslensku er tryggt; þar má nefna lyfjatexta og fylgiseðla.

Flest undaþágulyfjanna á listanum vantar alfarið á markað en nokkur (* merkt) leysa skráð lyf af hólmi vegna tímabundsins skorts.

Athygli er vakin á að listinn nær einungis til ávísana til einstaklinga en ekki óskráðra lyfja sem Lyfjastofnun hefur heimilað tímabundna notkun á fyrir heilbrigðisstofnanir eða dýralækna í starfi.

Leysa skráð
lyf af hólmi
Lyf ATC Fjöldi samþykktra
ávísana til einstaklinga
í apríl 
  Doloproct eþ-stílar C05AA08  655
  Xyloproct eþ-krem C05AA01  339
  Senokot A06AB06  161
* Nifurantin J01XE01  139
  Bromam N05BA08 117 
* Uro-Tablinen J01XE01  114
  Co-Trimoxazole J01EE01  102
* Nozinan N05AA02  99
* Levomepromazine Orion N05AA02  97
* Naprosyn entero M01AE02  84
* Duac once daily D10AF51  77
  SEM mixtúra R05DA20  74
  Quinine Sulfate P01BC01  68
  Rohypnol N05CD03  65
  Miralax A06AD00  46
  Methopromazine N05AA02  43
  Phenhydan N03AB02  39
  Glycerol infant A06AX01  36
  Largactil N05AA01  35
* Naproxen M01AE02  35
Síðast uppfært: 5. maí 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat