Lyfjastofnun birtir hér yfirlit yfir þau óskráðu lyf sem oftast var ávísað á undanþágu til einstaklinga í apríl sl. Yfirlitið nær einungis til samþykktra ávísana.
Markmiðið með upplýsingunum er að hvetja lyfjafyrirtæki til að sækja um markaðsleyfi og markaðssetja lyf sem eru á listanum, eða sambærileg lyf. Fyrirtæki gætu séð sér hag í að skrá umrædd lyf, því undanþágulyfjaávísanir eru að jafnaði ekki samþykktar hjá Lyfjastofnun þegar á markaði er áþekkt skráð lyf. Það er hagur allra að hafa skráð lyf á markaði enda er undirstöðuatriði lyfjalaga að lyf hafi markaðsleyfi með tilheyrandi ábyrgð á lyfinu hér á landi. Undanþága frá því er veitt þegar ekkert annað er í boði. Skráð lyf hafa í för með sér öruggara framboð heldur en undanþágulyf og aðgengi að nýjustu upplýsingum á íslensku er tryggt; þar má nefna lyfjatexta og fylgiseðla.
Flest undaþágulyfjanna á listanum vantar alfarið á markað en nokkur (* merkt) leysa skráð lyf af hólmi vegna tímabundsins skorts.
Athygli er vakin á að listinn nær einungis til ávísana til einstaklinga en ekki óskráðra lyfja sem Lyfjastofnun hefur heimilað tímabundna notkun á fyrir heilbrigðisstofnanir eða dýralækna í starfi.
Leysa skráð lyf af hólmi |
Lyf | ATC | Fjöldi samþykktra ávísana til einstaklinga í apríl |
---|---|---|---|
Doloproct eþ-stílar | C05AA08 | 655 | |
Xyloproct eþ-krem | C05AA01 | 339 | |
Senokot | A06AB06 | 161 | |
* | Nifurantin | J01XE01 | 139 |
Bromam | N05BA08 | 117 | |
* | Uro-Tablinen | J01XE01 | 114 |
Co-Trimoxazole | J01EE01 | 102 | |
* | Nozinan | N05AA02 | 99 |
* | Levomepromazine Orion | N05AA02 | 97 |
* | Naprosyn entero | M01AE02 | 84 |
* | Duac once daily | D10AF51 | 77 |
SEM mixtúra | R05DA20 | 74 | |
Quinine Sulfate | P01BC01 | 68 | |
Rohypnol | N05CD03 | 65 | |
Miralax | A06AD00 | 46 | |
Methopromazine | N05AA02 | 43 | |
Phenhydan | N03AB02 | 39 | |
Glycerol infant | A06AX01 | 36 | |
Largactil | N05AA01 | 35 | |
* | Naproxen | M01AE02 | 35 |