Lyfjafræðinemar í starfsnám til Lyfjastofnunar

Um er að ræða samstarf við lyfjafræðideild Háskóla Íslands

Í vor verður lyfjafræðinemum boðið að sækja starfsnám til Lyfjastofnunar. Þetta er í fyrsta sinn sem starfsnám af þessu tagi fer fram hjá stofnuninni.

Markmið starfsþjálfunarinnar er að nemarnir kynnist fjölþættri starfsemi Lyfjastofnunar. Fer þjálfunin fram m.a. með kynningum, yfirferð verkferla ásamt því að verkefni verða lögð fyrir nemana.

Stefnt er að því að um árlegan viðburð verði að ræða.

Síðast uppfært: 22. mars 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat