Netnámskeið Lyfjastofnunar Evrópu fyrir markaðsleyfishafa um notkun ESMP 19. febrúar

ESMP er kerfi til að skima fyrir og fá yfirsýn yfir lyfjaskort á EES-svæðinu

Eins og áður hefur verið greint frá hefur Lyfjastofnun Evrópu (EMA) nýlega komið á fót kerfi til að skima fyrir og fá yfirsýn yfir lyfjaskort á EES-svæðinu. Kerfinu, sem ber heitið European Shortages Monitoring Platform (ESMP), er ætlað að safna upplýsingum um framboð og eftirspurn lyfja fyrir menn, í því skyni að fyrirbyggja skort, greina aðstæður og stýra málum, komi til skorts.

Fyrsta útgáfa ESMP var tekin í notkun í febrúar 2025.

Netnámskeið fyrir markaðsleyfishafa 19. febrúar nk.

Vakin er athygli á netnámskeiði sem EMA heldur fyrir markaðsleyfishafa til kynningar á ESMP kerfinu. Námskeiðið er sérstaklega ætlað markaðsleyfishöfum miðlægt skráðra lyfja um hvernig tilkynna eigi lyfjaskort í gegnum ESMP grunninn.

Námskeiðið fer fram miðvikudaginn 19. febrúar nk. kl. 9 – 11:30 að íslenskum tíma. Nauðsynlegt er að skrá sig í gegnum tengil á síðu námskeiðsins.

Þá er einnig vakin athygli á skriflegum leiðbeiningum sem ætlaðar eru markaðsleyfishöfum, um innleiðingu kerfisins.

Rafrænn kynningarfundur Lyfjastofnunar 3. mars

Lyfjastofnun mun einnig standa fyrir rafrænum kynningarfundi á ESMP 3. mars nk. kl. 13:00-13:00 og verður skráning á fundinn auglýst síðar.

Síðast uppfært: 5. febrúar 2025
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat