Norðurlöndin eru að leggja lokahönd á sameiginlega stefnu um samstarf við að tryggja lyfjabirgðir fyrir löndin fimm. Heilbrigðisráðherrar Danmerkur, Noregs og Íslands hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um sameiginleg útboðsferli og lyfjainnkaup. Með samstarfinu er áætlað að framboð lyfja verði tryggt og að aukin hagkvæmni verði í innkaupum þeirra.
Norðurlöndin ein og sér eiga oft erfitt með að tryggja sér birgðir af nýjum kostnaðarsömum sjúkrahúslyfjum á hagstæðu verði. Með aukinni samvinnu við hin Norðurlöndin verður það einfaldara. Samvinnan fer í gegnum sameiginlegan vinnuhóp sem kallast Nordisk lægemiddel forum (NLF). Vinnuhópurinn hefur verið starfandi í sjö ár og áætlar að skila af sér sameiginlegri stefnumótun á næstu mánuðum.
Nánari upplýsingar um málið má finna hér.