Ný lyf á markað 1. apríl 2017

Blincyto. Stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn. Eitt hettuglas inniheldur 38,5 míkrógrömm af blinatumomabi. Lyfið er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum einstaklingum með fíladelfíulitningsneikvætt, brátt B-forvera eitilfrumuhvítblæði (ALL) sem er endurkomið eða svarar ekki meðferð. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess bundin við sérfræðinga í blóðsjúkdómum.

Latanoprost Mylan. Augndropar, lausn. 1 ml af lausn inniheldur 50 míkrógrömm af latanoprosti. Lyfið er ætlað til lækkunar hækkaðs augnþrýstings. Lyfið er lyfseðilsskylt. 

NOCDURNA. Frostþurrkaðar töflur. Hver tafla inniheldur desmópressínasetat sem jafngildir 25 eða 50 míkrógrömmum af desmópressíni. Lyfið er ætlað til meðferðar á einkennum næturþvagláta vegna sjálfvakinnar ofsamigu að nóttu hjá fullorðnum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Onivyde. Innrennslisþykkni, lausn. Eitt 10 ml hettuglas af þykkni inniheldur jafngildi 50 mg af írínótekan hýdróklóríð tríhýdrati (sem írínótekan súkrósófatsalt á pegýleruðu lípósómformi) sem samsvarar 43 mg af írínótekani. Hjálparefni með þekkta verkun er natríum. Lyfið er ætlað til meðferðar á kirtilfrumukrabbameini í brisi með meinvörpum. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum.

Vetmedin vet. Tuggutafla fyrir hunda. Hver tafla inniheldur 1,25 mg, 5 mg eða 10 mg af pimobendan. Lyfið er ætlað til meðferðar á hjartabilun í hundum sem stafar af hjartavíkkunarkvilla eða hjartalokubilun. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Sjá lista

Síðast uppfært: 4. apríl 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat