Armisarte, innrennslisþykkni, lausn. Hver ml af þykkni inniheldur 25 mg af pemetrexedi. Armisarte er ætlað sem meðferð við illkynja miðþekjuæxli í brjósthimnu, og lungnakrabbameini sem er ekki af smáfrumugerð. Markaðsleyfi lyfsins er byggt að hluta á markaðsleyfi lyfsins Alimta. Það er lyfseðilsskylt og er notkun þess bundin við sjúkrahús.
Biorphen, kemur í tveimur styrkleikjum. Biorphen,0,1 mg/ml stungulyf/innrennslislyf, lausn: 1 ml af stungulyf/innrennslislyfi inniheldur 0,1 mg af fenýlefrínhýdróklóríði. Biorphen, 10 mg/ml stungulyf, lausn: Hver ml af stungulyfinu inniheldur 10 mg af fenýlephrínhýdróklóríði. Biorphen er ætlað fullorðnum sem meðferð við lágþrýstingi í mænudeyfingu, utanbastsdeyfingu og svæfingu. Markaðsleyfi lyfjanna er byggt að hluta á markaðsleyfi lyfsins Phenylephrine Injection BP. Lyfin eru lyfseðilsskyld og er notkun þeirra bundin við sjúkrahús.
Bortezomib Actavis, stungulyfsstofn, lausn. Hvert hettuglas inniheldur 3,5 mg af bortezomibi. Bortezomib Actavis er ætlað sem einlyfjameðferð eða í samsettri meðferð fullorðna einstaklinga með mergæxli. Einnig er lyfið í samsettri meðferð ásamt öðrum krabbameinslyfjum ætlað til meðferðar hjá fullorðnum einstaklingum með áður ómeðhöndlað möttulfrumueitlaæxli þar sem ígræðsla blóðmyndandi stofnfrumna hentar ekki. Bortezomib Actavis er samheitalyf lyfsins Velcade. Lyfið er lyfseðilsskylt og er notkun þess bundin við sjúkrahús.
Broksil, saft. Hver ml af saft inniheldur 6 mg af ambroxól hýdróklóríði. Broksil hefur slímlosandi verkun og er notkun þess ætluð sem stuðningsmeðferð með bakteríulyfjum við öndunarfærasýkingum, einkum þegar um er að ræða ofseytingu slíms í lungnaberkjum. Markaðsleyfi lyfsins er veitt á þeim forsendum að hefð er fyrir notkun þess. Lyfið er lausasölulyf.
Deferasirox Accord, filmuhúðaðar töflur. Lyfið er fáanlegt í tveimur styrkleikjum 180 og 360 mg. Hver tafla inniheldur samsvarandi magni af deferasirox. Lyfið er ætlað til meðferðar við langvarandi járnofhleðslu vegna tíðra blóðgjafa hjá sjúklingum 6 ára og eldri, með alvarlegt beta-dvergkornablóðleysi. Deferasirox Accord er einnig ætlað til meðferðar við langvarandi járnofhleðslu þegar ekki má nota deferoxamin eða meðferð með deferoxamin er ófullnægjandi. Deferasirox Accord er samheitalyf lyfsins Exjade. Lyfið er lyfseðilsskylt og er ávísun þess bundin við sérfræðinga í blóðsjúkdómum.
Efavirenz/Emtricitabine/Tenofovir disoproxil Zentiva, filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 600 mg af efavírenzi, 200 mg af emtrícítabíni og tenófóvír tvísóproxíl fosfati sem jafngildir 245 mg af tenófóvír tvísóproxíli. Lyfið er ætlað til meðferðar á HIV-1 veirusýkingu hjá fullorðnum með veirufræðilega bælingu HIV-1 RNA á stiginu < 50 eintök/ml á yfirstandandi samsettri meðferð þeirra gegn retróveirum, í meira en 3 mánuði. Lyfið er samheitalyf lyfsins Atripla. Lyfið er lyfseðilsskylt og er ávísun þess bundin sérfræðingum í smitsjúkdómum.
Emtricitabine/Tenofovir disoproxil Zentiva, filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 200 mg af emtricitabini og 245 mg af tenofovir disoproxili. Lyfið er notað í samsettri meðferð gegn retróveirum til meðferðar hjá fullorðnum einstaklingum sem eru smitaðir af HIV-1 veirunni og hjá unglingum sem eru smitaðir af HIV-1 veirunni þegar NTRI ónæmi eða eiturverkanir koma í veg fyrir að hægt sé að beita fyrsta meðferðarvalkosti. Lyfið er einnig notað til fyrirbyggjandi meðferðar vegna útsetninar til að koma í veg fyrir HIV-1 sýkingu. Lyfið er samheitalyf lyfsins Truvada og er lyfseðilsskylt. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í smitsjúkdómum.
Fulvestrant Teva, stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. Hver ml af lausn inniheldur 50 mg af fulvestranti. Hver áfyllt 5 ml sprauta inniheldur 250 mg af fulvestranti. Fulvestrant Teva er ætlað sem einlyfjameðferð við estrógen-jákvæðu brjóstakrabbameini sem er staðbundið og langt gengið eða með meinvörpum hjá konum eftir tíðahvörf. Fulvestrant Teva er einnig ætlað í samsettri meðferð hjá konum með tegund brjóstakrabbameins sem kallað er á hormónaviðtaka-jákvætt, manna húðþekjuvaxtarþáttaviðtaka 2 neikvætt staðbundið langt gengið brjóstakrabbamein. Lyfið er samheitalyf frumlyfsins Faslodex og er lyfseðilsskylt.
Icatibant STADA, stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. Hver ml af lausn inniheldur 10 mg af icatibanti. Icatibant STADA er ætlað til einkennameðferðar við bráðum köstum arfgengs ofsabjúgs hjá fullorðnum, unglingum og börnum 2 ára og eldri, sem skortir C1-esterasahemil. Lyfið er samheitalyf frumlyfsins Firazyr. Lyfið er lyfseðilsskylt og er ávísun þess bundin við sérfræðinga í ónæmisfræði.
Nivestim, stungulyf/innrennslislyf, lausn. Nivestim er fáanlegt í tveimur styrkleikum 30 ME/0,5 ml og 48 ME/0,5 ml. Hver áfyllt sprauta inniheldur samsvarandi milljón einingum af filgrastimi. Nivestim er ætlað til að stytta þann tíma sem daufkyrningafæð varir og til að draga úr tíðni daufkyrningafæðar með hita, hjá sjúklingum sem eru í meðferð með hefðbundnum, frumueyðandi krabbameinslyfjum, og til að stytta þann tíma sem daufkyrningafæð varir hjá sjúklingum sem gangast undir beinmergseyðandi meðferð og beinmergsígræðslu í kjölfarið. Nivestim er einnig ætlað til meðferðar hjá sjúklingum með alvarlega meðfædda daufkyrningafæð, og við þrálátri daufkyrningafæð hjá sjúklingum með langt gengna HIV sýkingu. Lyfið er líftæknilyfjahliðstæða lyfsins Neupogen, er lyfseðilsskylt og er ávísun lyfsins bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum og blóðsjúkdómum.
Nurofen Junior Jarðarber, mixtúra, dreifa. Hver ml af mixtúru inniheldur 40 mg af íbúprófeni. Nurofen Junior er ætlað til skammtímameðferðar gegn hita og vægum til miðlungi alvarlegum verkjum. Lyfið er frumlyf og er lausasölulyf.
Posaconazole STADA, magasýruþolnar töflur. Hver tafla inniheldur 100 mg af posaconazoli. Posaconazole STADA er ætlað til notkunar við ýmsum sveppasýkingum hjá fullorðnum sem þola ekki eða svara ekki meðferð með amphotericini B, itraconazoli eða fluconazoli. Lyfið er einnig ætlað sem fyrirbyggjandi meðferð við ífarandi sveppasýkingum hjá sjúklingum sem fá lyfjameðferð við bráðu kyrningahvítblæði eða mergmisþroska, og sjúklingum sem fá ígræðslu blóðmyndandi stofnfrumna og fá háskammta-ónæmisbælandi meðferð við hýsilssótt. Lyfið er samheitalyf frumlyfsins Noxafil. Posaconazole STADA er lyfseðilsskylt og er ávísun þess bundin sérfræðingum í smitsjúkdómum.
Remifentanil hameln, stofn fyrir stungulyfs-/innrennslisþykkni, lausn. Eitt hettuglas inniheldur 2 mg af remifentanil. Remifentanil hameln er ætlað sem verkjalyf til notkunar við innleiðslu og/eða viðhald svæfinga. Lyfið er einnig ætlað til verkjastillingar hjá 18 ára og eldri sjúklingum í öndunarvél á gjörgæslu. Lyfið er samheitalyf lyfsins Ultiva, er lyfseðilsskylt og eftirritunarskylt. Notkun þess er bundin við sjúkrahús.
Thiamine Sterop, stungulyf, lausn. Hver ml af lausn inniheldur 50 mg af tíamínhýdróklóríði. Thiamine Sterop er ætlað til að meðhöndla eða koma í veg fyrir skort á B1- vítamíni, svo sem beriberi sjúkdóm, skort vegna Wernicke-korsakoff heilkennis vegna langvinnrar áfengissýki. Markaðsleyfi lyfsins er veitt á þeim forsendum að hefð er fyrir notkun þess. Lyfið er lyfseðilsskylt.
Ziextenzo, stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. Hver áfyllt sprauta inniheldur 6 mg af pegfilgrastim í 0,6 millilítrum af stungulyfi, lausn. Lyfið er ætlað til að stytta þann tíma sem daufkyrningafæð varir og til að draga úr tíðni daufkyrningafæðar með hita hjá fullorðnum sjúklingum í frumuskemmandi krabbameinslyfjameðferð (að undanskildu langvarandi kyrningahvítblæði (chronic myeloid leukaemia) og mergmisþroska (myelodysplastic syndromes). Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er líftæknilyfshliðstæða lyfsins Neulasta, er lyfseðilsskylt og er ávísun þess bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum og blóðsjúkdómum.