Ný lyf á markað í apríl

Samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. apríl 2022

Ný lyf á markað 1. apríl 2022

Lyf fyrir menn

Ceftriaxon Fresenius Kabi, stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn. Hvert hettuglas inniheldur ceftriaxon natríum sem jafngildir 1 g af ceftriaxoni. Lyfið er ætlað til meðferðar við ýmsum sýkingum hjá fullorðnum og börnum, þ.m.t. fullburða nýburum frá fæðingu. Sýkingar sem lyfið er m.a. notað við eru heilahimnubólga, lungabólga, miðeyrnabólga og hjartaþelsbólga. Lyfið er samheitalyf lyfsins Rocephalin IV 1 g og er lyfseðilsskylt.

Ceftriaxon Fresenius Kabi, innrennslisstofn, lausn. Hvert hettuglas inniheldur ceftriaxon natríum sem jafngildir 2 g af ceftriaxoni. Lyfið er ætlað til meðferðar við ýmsum sýkingum hjá fullorðnum og börnum, þ.m.t. fullburða nýburum. Meðal sýkinga sem lyfið er notað við má nefna sýkingar eins og heilahimnubólgu, lungnabólgu, bráða miðeyrnabólgu og hjartaþelsbólgu. Lyfið er samheitalyf lyfsins Rocephalin 2 g og er lyfseðilsskylt.

Cefuroxim Fresenius Kabi, stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn. Hvert hettuglas inniheldur 750 mg af cefuroximi. Lyfið er ætlað til meðferðar á ýmsum sýkingum hjá fullorðnum og börnum, þ.m.t. nýburum (frá fæðingu). Sýkingar sem lyfið er notað gegn eru m.a. lungnabólga, berkjubólga, þvagfærasýkingar, sýkingar í kviðarholi og í mjúkvefjum. Lyfið er samheitalyf lyfsins Zinacef og er lyfseðilsskylt.

Cefuroxim Fresenius Kabi, stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn. Hvert hettuglas inniheldur 1500 mg af cefuroximi. Lyfið er ætlað til meðferðar á sýkingum hjá fullorðnum og börnum, þ.m.t. nýburum (frá fæðingu). Sýkingar sem lyfið er notað gegn eru m.a. lungnabólga, berkjubólga, þvagfærasýkingar, sýkingar í kviðarholi og í mjúkvefjum. Lyfið er samheitalyf lyfsins Zinacef og er lyfseðilsskylt.

Cleodette, filmhúðuð tafla. Hver tafla inniheldur 0,02 mg af etinýlestradíóli og 3 mg af dróspírenóni. Lyfið er ætlað sem getnaðarvarnarlyf til inntöku. Þegar tekin er ákvörðun um notkun á lyfinu, þarf að taka tillit til áhættuþátta eins og bláæðasegareks (VTE), og hvernig hættan á bláæðasegareki af völdum Cleodette er samanborið við aðrar samsettar hormónagetnaðarvarnir. Lyfið er samheitalyf og er lyfseðilsskylt.

Nuvaxovid stungulyf, dreifa. Hvert hettuglas inniheldur 10 skammta sem eru 0,5 ml hver. Einn skammtur (0,5 ml) inniheldur 5 míkróg af SARS-CoV-2 gaddapróteininu og er ónæmisglæddur með Matrix-M. Lyfið er ætlað til virkrar bólusetningar gegn COVID-19 af völdum SARS-CoV2 hjá einstaklingum sem eru 18 ára og eldri. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er frumlyf og er lyfseðilsskylt.

Meropenem SUN, stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn. Lyfið er fáanlegt í tveim styrkleikum, 500 mg og 1 g. Hvert hettuglas inniheldur meropenemþríhýdrat sem jafngildir 500 mg eða 1 g af vatnsfríu meropenemi. Lyfið er ætlað til meðferðar við sýkingum hjá fullorðnum og börnum 3 mánaða og eldri. Meðal sýkinga sem lyfið er notað gegn eru sýkingar eins og alvarleg lungnabólga, lungnaberkjusýking hjá sjúklingum með slímseigjusjúkdóm, flóknar þvagfærasýkingar og sýkingar í kviðarholi, sýkingar í kynfærum kvenna, flóknar sýkingar í húð og mjúkvef og bráð heilahimnubólgu af völdum baktería. Lyfið er samheitalyf lyfsins Meronem og er lyfseðilsskylt.

Metronidazol Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn. 100 ml af innrennslislyfi innihalda 500 mg af metrónídazóli. Lyfið er ætlað sem meðferð við ákveðnum sýkingum þegar ekki er unnt að nota lyf til inntöku. Ábendingar lyfsins eru meðal annars sem fyrirbyggjandi meðferð gegn sýkingum af bakteríum (Bacteriodes og Streptococci) og meðferð eftir skurðaðgerðir á kviðarholi, kvenlíffærum, meltingarfærum, ristli eða endaþarmi. Lyfið er samheitalyf lyfsins Flagyl og er lyfseðilsskylt.

Methotrexat Ebewe, innrennslisþykkni, lausn. Hver ml af þykkni inniheldur 100 mg af metótrexati. Lyfið er ætlað til meðferðar við mismunandi illkynja sjúkdómum svo sem bráðu eitilfrumuhvítblæði, brjósta- og beinsarkmeini. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækingum og blóðsjúkdómum. Lyfið er samheitalyf lyfsins Methotrexate Pfizer og er lyfseðilsskylt.

Ondansetron Fresenius Kabi, stungulyf, lausn. Hver ml af stungulyfi, lausn inniheldur ondansetron hýdróklóríðtvíhýdrat sem jafngildir 2 mg af ondansetron. Lyfið er ætlað til meðferðar fyrir fullorðna, við ógleði og uppköstum af völdum frumuskemmandi krabbameinslyfja eða geislameðferðar og sem fyrirbyggjandi meðferð við ógleði og uppköstum eftir skurðaðgerð. Auk þess er lyfið ætlað til meðferðar fyrir börn 6 mánaða og eldri við ógleði og uppköstum af völdum krabbameinslyfjameðferðar og sem fyrirbyggjandi og til meðferðar við ógleði og uppköstum eftir skurðaðgerðir hjá börnum 1 mánaða og eldri. Lyfið er samheitalyf lyfsins Zofran og er lyfseðilsskylt.

Paracetamol Baxter, Innrennslilyf, lausn. Hver ml inniheldur 10 mg af parasetamóli. Lyfið er ætlað til skammtímameðferðar við miðlungi alvarlegum verkjum, einkum eftir skurðaðgerðir, og til skammtímameðferðar við sótthita þegar gjöf lyfsins í bláæð er klínískt réttlætanleg vegna bráðrar þarfar við stillingu verkja eða sótthita og/eða ef aðrar íkomuleiðir koma ekki til greina. Lyfið er samheitalyf lyfsins Perfalgan og er lyfseðilsskylt.

Lyf fyrir dýr

Dalmazin SYNCH, stungulyf, lausn, fyrir nautgripi, svín og hross. Hver ml inniheldur 0,075 mg af d-klóprostenól. Fyrir kýr er lyfið ætlað til notkunar við að samstilla eða örva gangmál, setja af stað burð eftir 270. dag meðgöngu, sem meðferð við vanstarfsemi eggjastokka, sem meðferð við klínískri legslímubólgu, sem meðferð við seinkuðum samdrætti legs, til að setja af stað fósturlát á allt að 150. degi meðgögnu og við losun á steinfóstrum. Fyrir gyltur er lyfið ætlað að setja af stað got eftir 114. dag meðgöngu. Fyrir hryssur er lyfið ætlað að setja af stað gulbúsrof (e. luteolysis). Lyfið er lyfseðilsskylt og má eingöngu nota handa dýrum þegar dýralæknir gefur það sjálfur.

Ophtaclin vet, augnsmyrsli fyrir hunda, ketti og hesta. Eitt gramm af smyrsli inniheldur 10 mg af klórtetrasýklínhýdróklóríð. Lyfið ætlað til meðferðar við glærubólgu, tárubólgu og hvarmabólgu af völdum Staphylococcus, Streptococcus, Proteus og/eða Pseudomonas hjá hundum, köttum og hestum. Lyfið er samheitalyf lyfsins Aureomycin og er lyfseðilsskylt.

Spectrabactin Vet, tafla. Lyfið er fáanlegt í tveimur styrkleikum 40 mg/10 mg og 200 mg/50 mg. Hver tafla inniheldur 200 mg eða 40 mg amoxicillíni og 50 mg eða 10 mg af klavúlansýru. Hærri styrkleikinn (200mg/50 mg) er einungis ætlaður hundum en minni styrkleikinn (40 mg/10 mg) er ætlaður bæði hundum og köttum. Lyfið er ætlað til meðferðar á sýkingum af völdum sýkla sem eru næmir fyrir amoxicillíni í samsetningu með klavúlansýru og má meðal annars nefna sýkingum í húð, sýkingum í munnholi (slímhúð), sýkingum í þvagrás og sýkingum í öndunarvegi . Lyfið er samheitalyf lyfsins Synulox Palatable Tablets og er lyfseðilsskylt.

Síðast uppfært: 28. apríl 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat