Ný lyf á markað í ágúst

Ný lyf á markað 1. ágúst 2020

Ný lyf

Amlodipine Vitabalans, töflur. Hver tafla inniheldur 5 mg eða 10 mg af amlódipíni. Lyfið er ætlað til meðferðar við háþrýstingi, langvinnri, stöðugri hjartaöng og æðakrampaöng (Prinzmetal‘s hjartaöng). Lyfið er samheitalyf lyfsins Norvasc. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Atomoxetine STADA, hörð hylki. Hvert hylki inniheldur 10 mg, 18 mg, 25 mg, 40 mg, 60 mg eða 80 mg af atomoxetini. Lyfið er ætlað til meðhöndlunar á athyglisröskun með ofvirkni (ADHD) hjá börnum, 6 ára eða eldri, hjá unglingum og hjá fullorðnum sem hluti af heildarmeðferð. Lyfið er samheitalyf lyfsins Strattera. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Ceftazidime Normon, kemur á markað í tveimur styrkleikum og lyfjaformum:

  • 1 g stungulyfsstofn og leysir, lausn og
  • 2 g innrennslisstofn, lausn.

Lyfin eru ætluð til meðferðar við ýmsum sýkingum hjá fullorðnum og börnum, þ.m.t. nýburum (frá fæðingu). Lyfin eru samheitalyf lyfsins Fortum. Lyfin eru lyfseðilsskyld.

Dronedarone STADA, filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 400 mg af dronedaroni (sem dronedaron hýdróklóríð). Lyfið inniheldur laktósa. Lyfið er ætlað fullorðnum sjúklingum með heilsufar í jafnvægi en tilfallandi eða þrálátt gáttatif, til þess að viðhalda sínustakti eftir að rafvending hefur borið árangur. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í hjartasjúkdómum. Lyfið er samheitalyf lyfsins Multaq og er lyfseðilsskylt.

Flucloxacillin WH, stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn. Hvert hettuglas inniheldur 1000 mg af flúkloxacillíni (sem flúkloxacillín natríum einhýdrat). Lyfið er ætlað til meðferðar við ýmsum sýkingum af völdum næmra sýkla, sérstaklega Staphylococcus aureus. Lyfið er blendingslyf (e. hybrid medicine) og er markaðsleyfi þess byggt að hluta á lyfinu Staphylex sem hefur ekki markaðsleyfi á Íslandi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

IDACIO, stungulyf, lausn í áfylltri sprautu eða áfylltum lyfjapenna. Hver 0,8 ml stakur skammtur í áfylltri sprautu eða lyfjapenna inniheldur 40 mg af adalimumabi. Lyfið er ætlað til meðferðar við iktsýki, sjálfvakinni liðagigt hjá börnum, áslægum hryggbólgusjúkdómum, sóraliðbólgu, sóra, skellusóra hjá börnum, graftarmyndandi svitakirtlabólgu, Crohns sjúkdómi hjá börnum, sáraristilbólgu, æðahjúpsbólgu, og æðahjúpsbólgu hjá börnum. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í gigtarlækningum, húðsjúkdómum, meltingarsjúkdómum, gigtarsjúkdómum barna, ónæmisfræði og augnlækningum. Lyfið er líftæknilyfshliðstæða lyfsins Humira. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Nýr styrkleiki

Buccolam, munnholslausn í áfylltri sprautu. Nýir styrkleikar eru 2,5 mg, 5 mg eða 7,5 mg af mídazólami (sem hýdróklóríð). Lyfið er ætlað til meðferðar við langvarandi bráðum krampaflogum hjá ungbörnum, smábörnum, börnum og unglingum (3 mánaða til <18 ára). Hjá ungbörnum á aldrinum 3-6 mánaða skal meðferð fara fram á sjúkrahúsi þar sem hægt er að hafa eftirlit og endurlífgunarbúnaður er aðgengilegur. Lyfið er blendingslyf (e. hybrid medicine) og er lyfseðilsskylt.

Lamictal, tuggu-/dreifitöflur. Nýr styrkleiki er 2 mg lamótrigín. Lyfið er ætlað til meðferðar við flogaveiki hjá einstaklingum 2 ára og eldri. Einnig er lyfið ætlað til meðferðar við geðhvarfasýki hjá fullorðnum, 18 ára og eldri. Lyfið er frumlyf og er lyfseðilsskylt.

Síðast uppfært: 29. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat