Nýjar leiðbeiningar og forvarnir frá PRAC til að koma í veg fyrir fósturskaða af völdum valpróats

Sérfræðinefnd EMA um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) fundaði dagana 5.- 8. febrúar 2018. Mælir nefndin með nýjum forvarnarreglum varðandi þungun í því skyni að koma í veg fyrir fósturskaða af völdum valpróats, svo sem alvarlegri þroskaskerðingu og vansköpun. 

Nefndin hefur nú skoðað fyrirliggjandi gögn og leitað samráðs við heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga, þar með talin konur og börn þeirra sem orðið hafa fyrir áhrifum eftir notkun valpróats á meðgöngu. Nefndin komst að því réttar upplýsingar berast ekki konum nógu tímanlega og að aukinna aðgerða væri þörf til þess að draga úr notkun á meðan meðgöngu stendur.

Sérstaklega er tekið fram í matinu að fyrir sumar konur, líkt og þær sem þjást af ákveðinni gerð flogaveiki, sé notkun lyfja sem innihalda valpróat í raun eini valkostur meðferðar og að notkun þess gæti bjargað mannslífum.

Nefndin ákvað þess vegna að mæla með styrkingu frábendinga á notkun lyfsins og kynna nýjar forvarnarreglur varðandi þungun (e. Pregnancy prevention programme), svo draga mætti úr líkum á fósturskaða vegna notkunar valpróats. 

Nánari upplýsingar um niðurstöðu PRAC má sjá á vefsíðu EMA (á ensku).

 

Á Íslandi eru eftirfarandi lyf á markaði sem innihalda valpróat eða skyld efni:

 

 

Síðast uppfært: 15. febrúar 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat