Nýr sviðsstjóri eftirlitssviðs Lyfjastofnunar

Starf sviðsstjóra á eftirlitssviði Lyfjastofnunar var auglýst laust til umsóknar í maí síðastliðnum. Nítján sóttu um starfið. Valgerður Guðrún Gunnarsdóttir hefur nú verið ráðin og verður hún sviðsstjóri eftirlitssviðs frá og með 1. september næstkomandi. Sindri Kristjánsson hefur gegnt starfinu frá 1. september í fyrra en mun hverfa til annarra starfa innan stofnunarinnar. 

Valgerður útskrifaðist með kandídatspróf í lyfjafræði frá Háskóla Íslands árið 2000. Hún hóf störf hjá Lyfjastofnun 1. september 2017 sem verkefna- og breytingastjóri. Hún tók við starfi deildarstjóra markaðsleyfadeildar 1. janúar 2018.  Áður starfaði Valgerður hjá Actavis frá árinu 2000.

Meðal verkefna eftirlitssviðs er faglegt eftirlit með þeim aðilum sem Lyfjastofnun ber sinna lögum samkvæmt, s.s. lyfjabúðum, lyfjaheildsölum og lyfjaframleiðendum. Eftirlit með lækningatækjum og lyfjagát, þ.m.t. söfnun, rýni og skráning aukaverkanatilkynninga lyfja, heyra einnig undir eftirlitssvið.

Starfsmenn eftirlitssviðs eru 15 að sviðsstjóra meðtöldum.

 

Dsc00661-2-Valgerður Guðrún Gunnarsdóttir.

Síðast uppfært: 15. ágúst 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat