Í hlaðvarpinu er m.a. fjallað um hvernig öllum ferlum hefur verið flýtt, þar á meðal matsferlum Lyfjastofnunar Evrópu (EMA), og rætt um áhyggjur fólks af hinni hröðu framvindu. Þá er sagt frá hvernig þeim bóluefnum sem komið hafa við sögu hjá EMA fram til þessa, er ætlað að verka í líkamanum til að kalla fram ónæmi gegn sjúkdómnum.
Rætt við Rúnu Hauksdóttur Hvannberg forstjóra Lyfjastofnunar, og Kolbein Guðmundsson yfirlækni stofnunarinnar.
Nýr þáttur í hlaðvarpi Lyfjastofnunar kominn í loftið
Fjallað um þróun bóluefna gegn COVID-19
Síðast uppfært: 15. desember 2020