Októberfundur PRAC, lyfjaöryggisnefndar EMA

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) fundaði dagana 29. september – 2. október sl.

Á októberfundi var haldið áfram með áætlun um áhættustjórnun (RMP) fjölmargra lyfja, ýmist þeirra sem ekki höfðu enn fengið markaðsleyfi eða sem uppfærsla á áætlun um áhættustjórnun. Auk þess var venju samkvæmt rætt um öryggisskýrslur (PSURs/ PSUSA), og um niðurstöður rannsókna sem gerðar voru til að meta öryggi lyfja, m.a. mRNA bóluefna gegn COVID-19, og MS lyfsins Tysabri. Þá barst öryggisboð (e. signal) vegna þyngdarstjórnunarlyfsins Mounjaro sem verður nú metið af nefndinni.

Nánari upplýsingar um októberfund PRAC má sjá í dagskrá fundarins.

Frétt EMA um októberfund PRAC

Síðast uppfært: 13. október 2025
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat