Opinbert vefnámskeið um lyfjaskort: Sjúklingar ávallt í forgangi

Lyfjaskortur er alþjóðlegt vandamál sem hefur áhrif á lýðheilsu og er eitt af forgangsmálum stefnumótenda, eftirlitsstofnana og heilbrigðisstarfsfólks á Evrópska efnahagssvæðinu.

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) og evrópska eftirlitsnetið gegna lykilhlutverki í að stjórna aðgerðum í lyfjaskorti og vinna að því að tryggja aðgengi að nauðsynlegum lyfjum.

Á vefnámskeiði sem EMA heldur þann 4. nóvember nk. verður kynnt fyrir heilbrigðisstarfsfólki og notendum lyfja hvernig stofnunin og aðildarstofnanir hennar vinna að lausnum til að fyrirbyggja lyfjaskort. Á námskeiðinu verður einnig rætt um hvað heilbrigðisstarfsfólk og almenningur getur gert til að draga úr líkum á lyfjaskorti og bregðast rétt við komi til skorts.

Markmið vefnámskeiðsins eru:

  • Að veita sjúklingum, notendum og heilbrigðisstarfsfólki upplýsingar um reglubundna ferla innan EES til að takast á við lyfjaskort.
  • Að auðvelda aðgengi að upplýsingum um lyfjaskort. 
  • Að ræða hvernig hægt er að koma í veg fyrir og  bregðast við lyfjaskorti í samstarfi við hagsmunaaðila. 
  • Að hlusta á þarfir, væntingar og áhyggjur þeirra sem verða fyrir áhrifum af lyfjaskorti. 

Vefnámskeiðið fer fram rafrænt á vef EMA þriðjudaginn 4. nóvember og stendur frá kl. 13-15 að íslenskum tíma. Námskeiðið er mikilvægt tækifæri til að efla samstarf og samræma aðgerðir til að takast á við þetta alvarlega lýðheilsuvandamál.

Síðast uppfært: 24. október 2025
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat