Opnunartími hjá Lyfjastofnun yfir hátíðarnar

Verkefni tengd COVID-19 eru unnin með forgangshraði þótt lágmarksþjónusta verði að öðru leyti nokkra daga.

Opnunartími hjá Lyfjastofnun yfir hátíðarnar verður með sama sniði og fyrri ár.

Opið verður alla almenna vinnudaga á venjulegum opnunartíma, en þó með þeirri undantekningu að stofnunin verður lokuð dagana 24. og 31. desember. Dagana 23. desember og 28. – 30. desember verður þó lágmarksþjónusta.

Verkefni tengd COVID-19 eru þó unnin með forgangshraði þrátt fyrir lágmarksþjónustu að öðru leyti.

Takmarkanir verða í eftirtöldum málaflokkum meðan á lokun og lágmarksþjónustu stendur:

Klínískar lyfjarannsóknir - Ekki verður tekið við umsóknum um leyfi til klínískra lyfjarannsókna og breytinga á rannsóknaráætlun á umræddu tímabili.

CPP vottorð – CPP vottorð verða ekki gefin út á þessu tímabili og lengist afgreiðslufrestur því um þetta lágmarksþjónustutímabil.

Hefðbundin starfsemi hefst að nýju 4. janúar 2021.

Síðast uppfært: 18. desember 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat