PRAC leggur til að parasetamól með breyttan losunarhraða verði tekið af markaði

PRAC, sérfræðinefnd Lyfjastofnunar Evrópu um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja hefur að beiðni sænsku lyfjastofnunarinnar, Läkemedelsverket, fjallað um parasetamól með breyttan losunarhraða (sem er hannað til að losa virka efnið hægar og yfir lengri tíma í líkamann en lyf án forðaverkunar). Nefndin hefur ráðlagt að taka eigi parasetamól með breyttan losunarhraða af markaði. Ástæðan er áhætta á eitrun hjá sjúklingum sem tekið hafa of stóran lyfjaskammt. Umfjöllun og ráðleggingar PRAC ná ekki til parasetamóls án forðaverkunar.

Á Íslandi er eitt lyf á markaði sem inniheldur parasetamól með breyttan losunarhraða, Paratabs retard, forðatafla 500 mg. Í gildi eru markaðsleyfi fyrir önnur lyf sem ráðleggingar PRAC ná til en þau eru ekki á markaði. Þegar Paratabs retard er notað á réttan hátt og í ráðlögðum skammtastærðum vegur ávinningur þess hærra en áhættan sem fylgir notkuninni. Umfjöllun PRAC nær m.ö.o. ekki til réttrar notkunar á Paratabs retard og áhættan sem liggur að baki ráðleggingu PRAC á bara við notkun þar sem um er að ræða of stóra skammta. Umfjöllun og ráðleggingar PRAC ná ekki til lyfja sem innihalda parasetamól án forðaverkunar, en þó nokkur slík lyf eru á markaði á Íslandi.

Reynslan hefur sýnt að hefðbundnar aðferðir við meðhöndlun sjúklinga sem tekið hafa of stóran lyfjaskammt henta ekki þegar um parasetamól með breyttan losunarhraða er að ræða. Ástæða þess er vegna þess hvernig parasetamól með breyttan losunarhraða losnar í líkamanum. Í mörgum tilfellum ofskömmtunar er óljóst hvort hún er af völdum parasetamóls með breyttan losunarhraða eða án forðaverkunar sem gerir heilbrigðisstarfsfólki erfitt fyrir að ákveða hvers konar meðhöndlun er þörf á. Í ofskömmtunartilfellum skiptir máli hvort um parasetamól með breyttan losunarhraða er að ræða því það hefur áhrif á ákvarðanir heilbrigðisstarfsfólks s.s. hvenær og hve lengi á að gefa sjúklingnum móteitur. Of hár lyfjaskammtur getur annars valdið alvarlegri lifrarbilun eða dauða.

Í umfjöllun PRAC um parasetamól með breyttan losunarhraða tókst ekki að finna leiðir til að lágmarka áhættuna fyrir sjúklinga né aðrar mögulegar og staðlaðar leiðir til að aðlaga meðhöndlun á ofskömmtun parasetamóls þannig að þær feli í sér meðhöndlun á ofskömmtunum þegar parasetamól með breyttan losunarhraða á í hlut. Niðurstaða PRAC er sú að áhættan í kjölfar ofskömmtunar vegna parasetamóls með breyttan losunarhraða vegur þyngra en ávinningur þess. Nefndin mælir þess vegna með því að parasetamól með breyttan losunarhraða verði tekið af markaði.

Þegar parasetamól er notað með réttum hætti og í ráðlögðum skömmtum er ávinningur af notkun þess þess meiri en áhættan. Mjög mikilvægt er að fólk leiti strax ráða hjá lækni ef grunur leikur á að stærri skammtur en ráðlagt er af lyfi sem inniheldur parasetamól hafi verið tekinn.

Síðast uppfært: 8. september 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat