Tecentriq (atezolizumab) notist eingöngu með nab-paclitaxeli til meðferðar brjóstakrabbameini

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) minnir á að eingöngu skuli nota Tecenqriq með nab-paclitaxeli til meðferðar á óskurðtæku þríneikvæðu brjóstakrabbameini; staðbundnu og langt gengnu eða með meinvörpum. Ekki skuli notast við hefðbundið paclitaxel.

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) minnir á að eingöngu skuli nota Tecenqriq með nab-paclitaxeli til meðferðar á óskurðtæku þríneikvæðu brjóstakrabbameini; staðbundnu og langt gengnu eða með meinvörpum. Ekki skuli notast við hefðbundið paclitaxel. Nab-paclitaxel er afbrigði af paclitaxeli, þar sem prótein er tengt lyfinu, sem aftur hefur áhrif á virkni þess í líkamanum.

Ráðleggingar EMA byggja á birtum niðurstöðum rannsóknarinnar Impassion131, sem sýna að ekki næst væntur árangur af meðferð þessara sjúklinga sé hefðbundið paclitaxel notað samhliða Tecentriq.

Engar vísbendingar eru um að notkun með hefðbundnu paclitaxeli hafið verið á EES-svæðinu, en sérfræðinganefnd EMA um lyf fyrir menn (CHMP) vill minna lækna á að fylgja notkunarleiðbeiningum sem tilgreindar eru í samantekt á eiginleikum lyfsins. Nánar í frétt EMA um málið.

Síðast uppfært: 4. nóvember 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat