Kröfu um skriflegt umboð vegna afhendingar lyfja frestað til hausts

Sjá nýrri frétt um umboð til afhendingar lyfja (28. september 2020).

Breyttri tilhögun við afhendingu lyfja í apóteki er frestað enn um sinn. Þar er átt við ákvæði um að lyf skuli ekki afhent öðrum en eiganda lyfjaávísunar nema gegn skriflegu umboði. Embætti landlæknis vinnur nú að rafrænni lausn sem reiknað er með að verði tilbúin snemma hausts. Kröfu um skriflegt umboð er frestað þangað til. Apótekum ber áfram að tryggja örugga afhendingu lyfja til sjúklinga eða umboðsmanna þeirra lögum samkvæmt (12.gr. og 18. gr. reglugerðar 1266/2017).

Upphaflega stóð til að umboð yrðu á pappírsformi fyrst um sinn, en vegna COVID-19 var þessu ákvæði frestað. Þar sem nú er reiknað með að búið verði að þróa rafræna útgáfu umboðs í haust, og hins vegar að smithætta er enn til staðar í samfélaginu, hefur ákvæðinu verið frestað enn um sinn þar til rafræna lausnin er tilbúin.

Síðast uppfært: 18. nóvember 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat