Undanþágulyf sem oftast var ávísað í janúar

Lyfjastofnun hvetur til skráningar lyfjanna.

Eitt af hlutverkum Lyfjastofnunar er að hafa eftirlit með framboði lyfja þannig að lyfjaskortur hafi sem minnst áhrif á öryggi sjúklinga. Lyfjastofnun hefur því unnið að því að fjölga skráðum lyfjum, þ.e. lyfjum sem hafa íslenskt markaðsleyfi og eru markaðssett hér á landi.

Sérstök áhersla hefur verið lögð á að lyf sem eru í mikilli og samfelldri notkun í undanþágulyfjaverðskrá verði skráð. Ljóst er að veruleg tækifæri felast í skráningu umræddra lyfja og hvetur Lyfjastofnun markaðsleyfishafa og umboðsaðila til að gaumgæfa málið.

Listinn hér að neðan sýnir þau 20 lyf í undanþágulyfjaverðskrá sem læknar ávísuðu oftast í janúar 2021 og þá ekki vegna tímabundins skorts skráðra lyfja. Í listanum eru upplýsingar um heiti, lyfjaform, virkt efni, fjölda ávísana og vörunúmer lyfjanna í undanþágulyfjaverðskrá.

LyfjaheitiLyfjaformVirkt innihaldsefniVnr.Ávísanir
Doloproctendaþarmsstílarlídokaín/flúókortólón980286548
Xyloproctendaþarmsstílarlídokaín/hýdrókortisón980369537
Senokottöflursenna980533213
Bromamtöflurbrómazepam407668118
Miralaxlausnarduftpólýetýlen glýkol958829105
Quinine sulfatetöflurkínín975592105
Rohyphnolfilmuhúðaðar töflurflúnítrazepam98059182
Glycerol infantendaþarmsstílarglýseról94485275
SEM mixtúramixtúrakódein, dífenhýdramín, ammoníumklóríð og lakkrísextract.96223464
Mogadontöflurnítrazepam98116957
Airolkremtretínóín96931344
Condylinehúðlausnpódófýllótoxín97583140
Emgesantöflurmagnesíum hýdroxíð97543540
Largactiltöflurklórprómazín97412237
Periactin-Martindaletöflurcýpróheptadín96411527
Bepanthenaugnsmyrslidexpantenól509496, 98547629
Skinorenkremazelainsýra98038529
Oxybutinintöfluroxýbútýnin98341228
Phenhydantöflurfenýtóin97217627
Finaceahlaupazelainsýra98039325
Síðast uppfært: 23. febrúar 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat