Eitt af hlutverkum Lyfjastofnunar er að hafa eftirlit með framboði lyfja þannig að lyfjaskortur hafi sem minnst áhrif á öryggi sjúklinga. Lyfjastofnun hefur því unnið að því að fjölga skráðum lyfjum, þ.e. lyfjum sem hafa íslenskt markaðsleyfi og eru markaðssett hér á landi.
Sérstök áhersla hefur verið lögð á að lyf sem eru í mikilli og samfelldri notkun í undanþágulyfjaverðskrá verði skráð. Ljóst er að veruleg tækifæri felast í skráningu umræddra lyfja og hvetur Lyfjastofnun markaðsleyfishafa og umboðsaðila til að gaumgæfa málið.
Listinn hér að neðan sýnir þau 20 lyf í undanþágulyfjaverðskrá sem læknar ávísuðu oftast í janúar 2021 og þá ekki vegna tímabundins skorts skráðra lyfja. Í listanum eru upplýsingar um heiti, lyfjaform, virkt efni, fjölda ávísana og vörunúmer lyfjanna í undanþágulyfjaverðskrá.
Lyfjaheiti | Lyfjaform | Virkt innihaldsefni | Vnr. | Ávísanir |
Doloproct | endaþarmsstílar | lídokaín/flúókortólón | 980286 | 548 |
Xyloproct | endaþarmsstílar | lídokaín/hýdrókortisón | 980369 | 537 |
Senokot | töflur | senna | 980533 | 213 |
Bromam | töflur | brómazepam | 407668 | 118 |
Miralax | lausnarduft | pólýetýlen glýkol | 958829 | 105 |
Quinine sulfate | töflur | kínín | 975592 | 105 |
Rohyphnol | filmuhúðaðar töflur | flúnítrazepam | 980591 | 82 |
Glycerol infant | endaþarmsstílar | glýseról | 944852 | 75 |
SEM mixtúra | mixtúra | kódein, dífenhýdramín, ammoníumklóríð og lakkrísextract. | 962234 | 64 |
Mogadon | töflur | nítrazepam | 981169 | 57 |
Airol | krem | tretínóín | 969313 | 44 |
Condyline | húðlausn | pódófýllótoxín | 975831 | 40 |
Emgesan | töflur | magnesíum hýdroxíð | 975435 | 40 |
Largactil | töflur | klórprómazín | 974122 | 37 |
Periactin-Martindale | töflur | cýpróheptadín | 964115 | 27 |
Bepanthen | augnsmyrsli | dexpantenól | 509496, 985476 | 29 |
Skinoren | krem | azelainsýra | 980385 | 29 |
Oxybutinin | töflur | oxýbútýnin | 983412 | 28 |
Phenhydan | töflur | fenýtóin | 972176 | 27 |
Finacea | hlaup | azelainsýra | 980393 | 25 |