Undanþágulyf sem oftast var ávísað í október 2024

Mikilvægt að lyf, sem eru í mikilli og samfelldri notkun í undanþágukerfinu, verði skráð og/eða markaðssett. Upplýsingum um notkun undanþágulyfja verður framvegis miðlað mánaðarlega og markaðsleyfishafa getið

Eitt af hlutverkum Lyfjastofnunar er að hafa eftirlit með framboði lyfja, með það að markmiði að koma í veg fyrir að lyfjaskortur hafi áhrif á öryggi sjúklinga. Lyfjastofnun hefur því unnið að því að fjölga markaðssettum lyfjum.

Sérstök áhersla hefur verið lögð á, að lyf sem eru í mikilli og samfelldri notkun í undanþágukerfinu verði skráð og/eða markaðssett. Ljóst er að veruleg tækifæri felast í skráningu og/eða markaðssetningu umræddra lyfja og hvetur Lyfjastofnun markaðsleyfishafa og umboðsaðila til að gaumgæfa málið.

Hér að neðan eru tveir listar. Sá fyrri sýnir þau undanþágulyf sem voru í notkun í október vegna lyfjaskorts. Sá síðari sýnir öll tuttugu efstu lyfin í undanþágukerfinu, þau sem læknar ávísuðu oftast í október 2024.

Athygli skal vakin á því að í sérstökum tilfellum getur Lyfjastofnun heimilað lyfjafræðingum apóteka að breyta lyfjaávísun læknis á tiltekið lyf þannig að ávísunin gildi fyrir það undanþágulyf sem búið er að heimila. Úrræðið er einungis notað þegar ljóst þykir að án aðgerða kæmi upp íþyngjandi staða fyrir sjúklinga og heilbrigðisstarfsmenn. Í þeim tilfellum eru ávísanirnar hefðbundnar þó að um undanþágulyf sé að ræða við afgreiðslu og koma því ekki fram á listanum sem hér fylgir.

Undanþágulyf sem voru í notkun í október vegna lyfjaskorts

Í listanum eru upplýsingar um heiti undanþágulyfsins, lyfjaform, fjölda ávísana, heiti lyfsins sem undanþágulyfið leysir af hólmi, markaðsleyfishafi þess, umboðsaðili og heildsala.

LyfjaheitiLyfjaformFjöldi afgr. ávísanaLyf í skortiMarkaðsl.hafi lyfs í skortiUmboðsaðiliHeildsala
MAGNESIA DAK*filmhtfl733Magnesia medicViatris ApSIcepharmaParlogis
CEFALEXÍN W&H*hylki294Keflex tafla 500 mgSTADA Nordic ApSIcepharmaParlogis
OSPEXIN*mixt.kyr162Keflex mixtúrukyrni 50 mg/mlSTADA Nordic ApSIcepharmaParlogis
Keflex*mixt.kyr56Keflex mixtúrukyrni 50 mg/mlSTADA Nordic ApSIcepharmaParlogis
Keflex*Tafla9Keflex tafla 500 mgSTADA Nordic ApSIcepharmaParlogis

Tuttugu undanþágulyf sem oftast var ávísað í október 2024

Í listanum eru upplýsingar um heiti undanþágulyfs, lyfjaform, virkt innihaldsefni, norrænt vörunúmer og fjölda ávísana.

LyfjaheitiLyfjaformVirkt innihaldsefniNorrænt vnr.Fjöldi af afgreiðslum
MAGNESIA DAKfilmhtflMagnesíum hýdroxíð988511733
988529522
991085261
Samtals1.516
UtrogesthylkiProgesteronum987498434
94962029
Samtals463
PropranololfilmhtflPropranololum993015207
98975978
Samtals285
töflurPropranololum99421110
Samtals10
CEFALEXÍN W&HhylkiCefalexinum995003294
Samtals294
SEM MIXTÚRAmixtúracombinations962234130
96224251
Samtals181
MykundexmixtúraNystatinum989949162
Samtals162
OSPEXINmixt.kyrCefalexinum997257162
Samtals162
MST CONTINUSforðatflMorphinum99044178
99681175
Samtals153
SENEASEtöflurSenna993734112
Samtals112
Levomepromazine OriontöflurLevomepromazinum98095564
98199532
98653112
9865492
Samtals110
UtrogestanhylkiProgesteronum98983296
98785211
Samtals107
Quinine SulfatetöflurChininii975592101
Samtals101
MiralaxlausndufHægðalyf með Osmótíska verkun95882955
98862839
Samtals94
PROPRA-RATIOPHARMfilmhtflPropranololum99668959
99669727
Samtals86
PeriactintöflurCyproheptadinum96411580
Samtals80
Regain forteáburðurMinoxidilum97987547
16552223
Samtals70
Diane-35töflurCyproteronum og estrógen99022767
Samtals67
Keflexmixt.kyrCefalexinum99298456
Samtals56
töflurCefalexinum9949729
Samtals9
FinaceahlaupAcidum azelaicum98039359
Samtals59
Morfin "DAK"töflurMorphinum96918129
96977727
Samtals56

*Þau undanþágulyf sem eru stjörnumerkt eru í notkun vegna skorts á markaðssettu lyfi

Síðast uppfært: 20. desember 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat