Uppfærðar leiðbeiningar um áletranir samnorrænna lyfjapakkninga

Norrænar lyfjastofnanir hafa um nokkurra ára skeið haft með sér samstarf um sameiginlegar lyfjapakkningar

Um áletranir á lyfjaumbúðum hérlendis gilda ákveðnar reglur sem kveðið er á um í reglugerð, og hið sama á við um önnur lönd.

Norrænu lyfjastofnanirnar hafa með sér samstarf til auðvelda markaðsleyfishöfum gerð samnorrænna lyfjapakkninga. Nú hafa lyfastofnanirnar endurskoðað og gefið út uppfærðar leiðbeiningar um þessa gerð pakkninga.

Leiðbeiningarnar eiga bæði við um lyf fyrir menn og dýralyf, en uppfærslan nú snýr aðeins að dýralyfjum. Þetta gerist eftir að ný lög um dýralyf gengu í gildi í kjölfar innleiðingar reglugerðar Evrópusambandsins (EU)2019/6. Leiðbeiningunum fylgja svör við spurningum sem hugsanlega geta vaknað og hefur skipulag þeirra verið endurbætt með það í huga að gera viðbætur auðveldari. Ný atriði eru merkt uppfærsludeginum, 28. janúar sl. Frekari spurningar er hægt að bera fram í gegnum gátt á vef Lyfjastofnunar.

Norðurlöndin munu halda áfram stuðningi við gerð fjöllanda pakkninga, og óskir um samvinnu við gerð samnorrænna lyfjapakkninga ættu áfram að berast á þar til gerðu eyðublaði.

Síðast uppfært: 11. apríl 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat