Azyter 15 mg/g augndropar í stakskammtaíláti eru nú ófáanlegir hjá heildsala. Óvíst er hvenær lyfið er væntanlegt aftur.
Ráð til lækna og lyfjafræðinga:
Á markaði eru önnur lyf til staðbundinnar notkunar gegn augnsýkingum en ekki með sama virka innihaldsefni.
Ráð til lyfjanotenda:
Ef nauðsynlegt reynist að stöðva eða skipta um lyfjameðferð er mikilvægt að það sé gert í samráði við lækni.