19. apríl 2022
Skráða lyfið Spectracillin 500/125 mg er nú fáanlegt aftur.
30. mars 2022
Heimild til að breyta lyfjaávísun fyrir Spectracillin 500/125 mg yfir í Amoxicilina + Ácido Clavulânico Generis 500/125 mg hefur verið framlengd til 8. apríl 2022.
26. janúar 2022
Spectracillin 500/125 mg er nú ófáanlegt hjá heildsölu. Lyfið er væntanlegt aftur um mánaðarmótin mars/apríl 2022. Lyfið Augmentin 500/125 mg var afskráð um áramótin og því er ekkert sambærilegt skráð lyf í sama styrkleika fáanlegt.
Ráð til lækna og lyfjafræðinga:
Undanþágulyf hefur verið útvegað og er fáanlegt hjá heildsölunni Parlogis.
Vegna skorts á skráða lyfinu Spectracillin 500/125 mg 20 stk. heimilar Lyfjastofnun, með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020, lyfjafræðingum í lyfjabúðum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir Spectracillin 500/125 mg í eftirfarandi undanþágulyf, í sambærilegu magni og lyfjaávísun hljóðar upp á:
- Vnr. 988404 - Amoxicilina + Ácido Clavulânico Generis 500/125 mg 16 stk.
Heimild til að breyta lyfjaávísun fyrir Spectracillin yfir í Amoxicilina + Ácido Clavulânico Generis gildir til 31. mars 2022.
Undanþágulyfið er í portúgölskum umbúðum og markaðsleyfishafi lyfsins er Generis Farmaceutica, S.A. Heildsalan Parlogis sér um dreifingu á lyfinu.
Mikilvægt er að lyfjafræðingar upplýsi lyfjanotendur um að lyfið hafi ekki íslenskt markaðsleyfi og sé í erlendum pakkningum þegar þeir nýta þessa heimild, ásamt því að gera grein fyrir mögulegum aukaverkunum og öðrum upplýsingum sem kunna að vera nauðsynlegar við notkun lyfsins.