14. desember 2022
Tafir verða á sendingu af Tamoxifen Mylan 20 mg sem nú er væntanlegt í lok febrúar 2023.
Með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020 framlengir Lyfjastofnun heimild lyfjafræðinga í lyfjabúðum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir Tamoxifen Mylan 20 mg í undanþágulyfið Tamoxifen 20 mg 100 stk. til 1. mars 2023.
28. nóvember 2022
Áætluð komudagsetning Tamoxifen Mylan 20 mg er nú í lok desember.
Með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020 framlengir Lyfjastofnun heimild lyfjafræðinga í lyfjabúðum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir Tamoxifen Mylan 20 mg í undanþágulyfið Tamoxifen 20 mg 100 stk. til 3. janúar 2023.
31. ágúst 2022
Skráða lyfið Tamoxifen Mylan 20 mg er ófáanlegt hjá heildsölu. Lyfið er væntanlegt aftur í lok nóvember.
Undanþágulyfið Tamoxifen 20 mg 100 stk. (vnr. 969115) er fáanlegt hjá heildsölu.
Vegna skorts á skráða lyfinu Tamoxifen Mylan heimilar Lyfjastofnun, með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020, lyfjafræðingum í lyfjabúðum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir Tamoxifen Mylan í eftirfarandi undanþágulyf, í sambærilegu magni og lyfjaávísun hljóðar upp á:
Vnr. 969115 Tamoxifen 20 mg 100 stk.
Heimild til að breyta lyfjaávísun fyrir Tamoxifen Mylan yfir í undanþágulyfið Tamoxifen gildir til 1. desember 2022.
Undanþágulyfið er í dönskum umbúðum og er markaðsleyfishafi lyfsins Sandoz AS. Heildsalan Parlogis sér um dreifingu á lyfinu. Ath. undanþágulyfið inniheldur laktósa.
Athugið að heimild þessi gildir einungis fyrir ofangreint vörunúmer en ekki önnur undanþágulyf sem innihalda tamoxifen.