24. maí 2023
Skráða lyfið Tamoxifen Mylan 20 mg er nú fáanlegt aftur.
Galli er í strikamerki lyfjaauðkennis á pakkningunum og því kemur upp villa þegar reynt er að skanna þessa pakka út úr kerfinu. Markaðsleyfishafinn Viatris Limited hefur staðfest að lyfið er ósvikið og eingöngu séu mistök við gerð strikamerkis á pakkningum.
Heimild til þess að breyta lyfjaávísun læknis fyrir Tamoxifen Mylan 20 mg í undanþágulyfið Tamoxifen 20 mg 100 stk. fellur úr gildi 1. júní 2023.
28. apríl 2023
Tamoxifen Mylan 20 mg er nú væntanlegt í lok maí.
Með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020 framlengir Lyfjastofnun heimild lyfjafræðinga í lyfjabúðum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir Tamoxifen Mylan 20 mg í undanþágulyfið Tamoxifen 20 mg 100 stk. til 1. júní 2023.
Lyfjastofnun minnir á að heimildin gildir aðeins fyrir undanþágulyfið Tamoxifen 20 mg 100 stk. vnr. 969115.
28. febrúar 2023
Frekari tafir verða á sendingu af Tamoxifen Mylan 20 mg sem nú er ekki væntanlegt fyrr en um mitt ár 2023.
Með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020 framlengir Lyfjastofnun heimild lyfjafræðinga í lyfjabúðum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir Tamoxifen Mylan 20 mg í undanþágulyfið Tamoxifen 20 mg 100 stk. til 1. maí 2023.
Lyfjastofnun minnir á að heimildin gildir aðeins fyrir undanþágulyfið Tamoxifen 20 mg 100 stk. vnr. 969115.
14. desember 2022
Tafir verða á sendingu af Tamoxifen Mylan 20 mg sem nú er væntanlegt í lok febrúar 2023.
Með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020 framlengir Lyfjastofnun heimild lyfjafræðinga í lyfjabúðum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir Tamoxifen Mylan 20 mg í undanþágulyfið Tamoxifen 20 mg 100 stk. til 1. mars 2023.
28. nóvember 2022
Áætluð komudagsetning Tamoxifen Mylan 20 mg er nú í lok desember.
Með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020 framlengir Lyfjastofnun heimild lyfjafræðinga í lyfjabúðum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir Tamoxifen Mylan 20 mg í undanþágulyfið Tamoxifen 20 mg 100 stk. til 3. janúar 2023.
31. ágúst 2022
Skráða lyfið Tamoxifen Mylan 20 mg er ófáanlegt hjá heildsölu. Lyfið er væntanlegt aftur í lok nóvember.
Undanþágulyfið Tamoxifen 20 mg 100 stk. (vnr. 969115) er fáanlegt hjá heildsölu.
Vegna skorts á skráða lyfinu Tamoxifen Mylan heimilar Lyfjastofnun, með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020, lyfjafræðingum í lyfjabúðum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir Tamoxifen Mylan í eftirfarandi undanþágulyf, í sambærilegu magni og lyfjaávísun hljóðar upp á:
Vnr. 969115 Tamoxifen 20 mg 100 stk.
Heimild til að breyta lyfjaávísun fyrir Tamoxifen Mylan yfir í undanþágulyfið Tamoxifen gildir til 1. desember 2022.
Undanþágulyfið er í dönskum umbúðum og er markaðsleyfishafi lyfsins Sandoz AS. Heildsalan Parlogis sér um dreifingu á lyfinu. Ath. undanþágulyfið inniheldur laktósa.
Athugið að heimild þessi gildir einungis fyrir ofangreint vörunúmer en ekki önnur undanþágulyf sem innihalda tamoxifen.