04. Fá allir sem taka lyf aukaverkanir?

Þegar lyf er samþykkt af yfirvöldum, er ávinningurinn af töku lyfsins borinn saman við áhættuna og þá hættuna á aukaverkunum. Öll lyf geta valdið aukaverkunum en það þýðir hins vegar ekki að allir sem nota lyfið fái aukaverkanir. Stundum eru tengsl milli virkni lyfsins og fjölda og alvarleika aukaverkana. Erfitt er að spá fyrir um hverjir fái aukaverkanir af ákveðnu lyfi, því það er einstaklingsbundið. Hins vegar er það oftar eldra fólk en yngra.

Síðast uppfært: 21. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat