05. Verða fjölnota lyfjaávísanir eftirritunarskyldra lyfja heimilar ?

Já, lækni verður heimilt að ávísa allt að 12 mánaða skammti með einni lyfjaávísun en apóteki verður ekki heimilt að afgreiða og afhenda viðskiptavini nema 30 daga skammt hverju sinni og aðeins þegar a.m.k. 25 dagar eru liðnir frá síðustu afgreiðslu. Lyfjafræðingi verður þó heimilt að víkja frá þessum lágmarks dagafjölda þegar sérstaklega stendur á. Afgreiðsla hverrar slíkrar lyfjaávísunar takmarkast þó við fjórar afgreiðslur á ári eins og verið hefur, fram til 1. febrúar 2019, en þá fellur sú takmörkun brott.

11.7.2018

Síðast uppfært: 21. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat