Þar sem um nýja veiru er að ræða er ekki vitað hversu lengi vörn bóluefna gegn veirunni mun endast eftir bólusetningu. Þannig er ekki þekkt hvort þörf verði á endurteknum bólusetningum síðar meir. Langtímagögn úr rannsóknum á ónæmissvari og virkni munu leiða það í ljós og verða að leiðarljósi í ákvörðunartöku síðar meir.